Aron Pálmarsson og samherjar í Barcelona unnu Celje frá Lasko örugglega á heimavelli í Meistaradeild karla í handknattleik, A-riðli, í gærkvöldi, 42:28. Leikið var í Barcelona og var þetta annar sigur liðsins í deildinni en það er nú í efsta sæti A-riðils ásamt Aalborg, sem Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari hjá, og Veszprém.
Hér fyrir neðan er þriggja mínútna samatekt úr markaveislunni í Barcelona í gærkvöld þar sem m.a. má sjá nokkur töfrabrögð frá Aroni.