Aron Pálmarsson gengur til liðs við danska meistaraliðið Aalborg Håndbold í sumar samkvæmt heimildum TV2 í Danmörku. Aron mun skrifa undir þriggja ára samning við Álaborgar-liðið sem hefur safnað að sér stórstjörnum síðustu vikurnar en til stendur að Mikkel Hansen, helsta stjarna dansks handknattleiks gangi til liðs við Aalborg sumarið 2022.
TV2 segir að forráðamenn Aalborg hafi ekki viljað tjá sig um málið. Arnór Atlason, fyrrverandi landsmaður og samherji Arons á þeim vettvangi, er aðstoðarþjálfari Aalborg-liðsins.
Forráðamenn Aalborg eru stórhuga og ætla sér að byggja upp stórlið sem getur orðið á meðal þeirra fjögurra bestu í heiminum innan fárra ára. Auk Aron og Hansens er von á danska landsliðsmanninum Mads Mensah, Norðmanninum Kristian Björnsen, og Svíanum Jesper Nielsen til félagsins í sumar auk Arons. Hansen er væntanlegur ári síðar þegar samningur hans við PSG rennur út.
Aron kom til liðs við Barcelona haustið 2017 eftir tveggja ára veru hjá Veszprém í Ungverjalandi. Þar áður hafði hann verið í sex ár hjá THW Kiel í Þýskalandi en Aron er FH-ingur að upplagi.
Eins hefur verið greint frá þessum skiptum á Spáni eins sjá má hér að neðan.
Væntanlega verður formlega greint frá skiptum Arons fljótlega.
🔵🔴 NOTÍCIA via @rsalmurri
— Tot gira (@totgira) April 17, 2021
Aaron Palmarson deixa el Barça d'handbol
El jugador marxarà a final de temporada i ha signat per tres anys amb l'Aalborg danès. Tenia un acord amb el Barça des del desembre, però s'ha cansat d'esperar la signatura definitiva dels nous dirigents pic.twitter.com/LTkwLY6dTu