Aron Rafn Eðvarðsson átti stórleik í marki Bietigheim í kvöld þegar liðið sótti Rimpar úlfana heim í þýsku 2. deildinni í handknattleik og vann með fjögurra marka mun, 25:21, eftir að hafa verið sex mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik. 15:9.
Aron Rafn varði 16 skot, þar af eitt vítakast, í leiknum sem lagði sig út á liðlega 43% hlutfallsmarkvörslu. Hann fór á kostum og var það sem munaði á liðunum þegar upp var staðið.
Með sigrinum hafði Bietigheim sætaskipti við EHV Aue. Bietigheim er með 31 stig eftir 30 leiki í sjöunda sæti. Aue-liðar eru stigi á eftir en þeir sækja Fürstenfeldbruck heim á morgun til suðurhluta Þýskalands.
Dromagen vann Lübeck-Schwartau, 32:27, á útivelli. Viðureign Grosswallstadt og Konstanz varð að slá á frest eftir að kórónuveiran bankaði að dyrum hjá síðarnefnda liðinu.
Staðan: