- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aron sló upp sýningu í Mosfellsbæ

Þorsteinn Leó Gunnarsson og Aron Pállmarsson skoruðu 26 mörk af 61 í leiknum að Varmá í kvöld. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Aron Pálmarsson var sannarlega stórkostlegur í kvöld þegar hann skorað 15 mörk í 20 skotum auk sex stoðsendinga þegar FH lagði Aftureldingu, 32:29, að Varmá í upphafsleik 12. umferðar Olísdeildar karla. Aron var með sannkallaða flugeldasýningu í fyrri hálfleik, skoraði 10 af 17 mörkum FH-liðsins sem var tveimur mörkum yfir, 17:15.


Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði 11 mörk fyrir Aftureldingu en sú frábæra frammistaða féll í skuggann af framgöngu Arons á parketinu að Varmá.

(Myndir að ofan eru frá Jóa Long – J.L.Long).

FH var með yfirhöndina allan leikinn. Aftureldingu tókst að minnka muninn í eitt mark í síðari hálfleik, 23:22.
Þar með hefur FH fimm stiga forskot í efsta sæti Olísdeildar. Valur er í öðru sæti og á tvo leiki til góða. Afturelding er sex stigum á eftir FH-ingum sem eru á mikilli siglingu með Aron í broddi fylkingar.


Staðan og næstu leikir í Olísdeild karla.

Mörk Aftureldingar: Þorsteinn Leó Gunnarsson 11, Blær Hinriksson 6, Árni Bragi Eyjólfsson 5, Þorvaldur Tryggvason 3, Leó Snær Pétursson 2, Jakob Aronsson 1, Ihor Kopyshynskyi 1.
Varin skot: Brynjar Vignir Sigurjónsson 10, 27,8% – Jovan Kukobat 4, 40%.
Mörk FH: Aron Pálmarsson 15, Símon Michael Guðjónsson 5, Jón Bjarni Ólafsson 4, Jóhannes Berg Andrason 3, Einar Bragi Aðalsteinsson 2, Ágúst Birgisson 1, Ásbjörn Friðriksson 1, Birgir Már Birgisson 1.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 8, 21,6%.

Ég er ánægður með mitt lið

Munurinn á liðunum var Aron

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -