- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ég er ánægður með mitt lið

Sigursteinn Arndal þjálfari FH og leikmenn hans sækja Víking heim í kvöld. FH er í efsta sæti Olísdeildar. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

„Ég mjög ánægður með góðan sigur á sterku liði Aftureldingar,“ sagði Sigursteinn Arndal þjálfari toppliðs Olísdeildar karla, FH, eftir þriggja marka sigur að Varmá í kvöld, 32:29, í hörkuskemmtilegum leik sem FH-liðið var með yfirhöndina frá upphafi til enda. Viðureignin markaði upphaf 12. umferðar. Þetta var annar sigur FH á Aftureldingu í deildinni.


„Eftir að vörnin small saman hjá okkur eftir nokkrar mínútur þá tóku við frumkvæðið og vorum með frumkvæðið eftir það,“ sagði Sigursteinn sem var ánægður með að hans mönnum tókst vel að leysa sjö manna sóknarleik Aftureldingar. „Okkur tókst líka að refsa Aftureldingarliðinu til baka. Alls skoruðum við 32 mörk sem er flott.“

Hömrum járnið

„Aron var heitur að þessu sinni og skoraði 15 mörk. Einar Bragi skoraði 11 mörk um daginn í leik með okkur. Ég er með fullt af flottum leikmönnum í mínu liði. Ef einhver er heitur þá látum við hann bara hamra járnið meðan það er heitt. Ég er ánægður með liðið mitt,“ sagði Sigursteinn Arndal þjálfari FH í samtali við handbolta.is að Varmá í kvöld.

Staðan og næstu leikir í Olísdeild karla.

Mörk Aftureldingar: Þorsteinn Leó Gunnarsson 11, Blær Hinriksson 6, Árni Bragi Eyjólfsson 5, Þorvaldur Tryggvason 3, Leó Snær Pétursson 2, Jakob Aronsson 1, Ihor Kopyshynskyi 1.
Varin skot: Brynjar Vignir Sigurjónsson 10, 27,8% – Jovan Kukobat 4, 40%.
Mörk FH: Aron Pálmarsson 15, Símon Michael Guðjónsson 5, Jón Bjarni Ólafsson 4, Jóhannes Berg Andrason 3, Einar Bragi Aðalsteinsson 2, Ágúst Birgisson 1, Ásbjörn Friðriksson 1, Birgir Már Birgisson 1.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 8, 21,6%.

Munurinn á liðunum var Aron

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -