- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aron stýrir Barein á ný og fer ÓL í sumar

Aron Kristjánsson með landslið Barein á HM 2019. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Aron Kristjánsson, þjálfari karlaliðs Hauka í Olísdeildinni, hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Barein á nýjan leik. Aron mun stýra landsliði Barein á Ólympíuleikunum sem fram fara í Japan í lok júlí og í byrjun ágúst, auk þess að búa landsliðið undir leikana. Einnig hefur Aron tekið að sér að verða með landslið Barein í Asíukeppninni 2022.


Frá þessu er greint á samfélagsmiðlasíðum Handknattleikssambands Barein í færslu sem birtist á sunnudaginn eins og sjá má hér að neðan.

Aron verður áfram þjálfari karlaliðs Hauka eins og hann hefur verið frá síðasta sumri.


Aron stýrði landsliði Barein með afar góðum árangri frá 2018 þangað til á síðasta ári að hann sagði starfi sínu lausu þar sem það féll ekki saman við þjálfun hans hjá Haukum.


Undir sjórn Arons vann landslið Barein sér inn þátttökurétt á Ólympíuleikunum sem fram áttu að fara á síðasta sumri. Aron var einnig þjálfari landsliðs Barein á HM 2019.

Halldór Jóhann Sigfússon var landsliðsþjálfari í aðdraganda og á HM Egyptalandi í janúar hvar það hafnaði í 21. sæti, var í einu sæti fyrir neðan íslenska landsliðið.


Aron verður þar með fjórði íslenski þjálfarinn í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í sumar. Hinir eru Alfreð Gíslason með þýska karlalandsliðið, Dagur Sigurðsson með karlalandslið Japans, og Þórir Hergeirsson með norska kvennalandsliðið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -