- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aron vann á gamla heimavellinum

Luka Cindric og Aron Pálmarsson sækja að vörn Veszprém í gærkvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Aron Pálmarsson virðist sem betur fer hafa náð sér þokkalega vel í hnénu og gat leikið með Barcelona á sínum gamla heimavelli í Veszprém í Ungverjalandi í gærkvöld þegar lið félaganna mættust í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik.

Aron skoraði fimm mörk í níu tilraunum auk þess að eiga stoðsendingar þegar Barcelona hélt sigurgöngu sinni áfram í keppninni. Einnig mætti Luka Cidric til leiks eftir að hafa kvatt HM í skyndi vegna meiðsla. Frakkarnir Timothey N’Guessan og Dika Mem voru hinsvegar fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Eins slóvenski hornamaðurinn Blanz Janc. Þjálfarinn Xavi Pascual var heldur ekki með í för.

Á erfiðum útivelli vann Barcelona með þriggja marka mun, 37:34, og er þar með ennþá taplaust í keppninni, liðið hefur 18 stig að loknum níu leikjum. Vespzprém er fimm stigum á eftir.


Roland Eradze og félagar í Motor frá Úkraínu töpuðu fyrir Kiel í Þýskalandi í gærkvöld, 34:23, aðeins tveimur sólarhringum eftir að hafa unnið Vojvodina frá Serbíu, 31:30 í Austur-Evrópudeildinni. Þrátt fyrir tapið í Kiel stendur Motor vel að vígi í keppninni um sæti í næstu umferð Meistaradeildarinnar.

Í þriðja leik B-riðils vann Celje fremur óvæntan sigur á Nantes, 30:28, í Frakklandi.

Eins og kom fram á handbolta.is í gærkvöldi þá lék Alexander Petersson í gær sinn fyrsta leik fyrir Flensburg eftir vistaskiptin í lok janúar. Hann skoraði eitt mark þegar Flensburg vann í Brest, 28:26.

A-rðill:
Meshkov Brest – Flensburg 26:28 (15:14)
Mörk Meshkov Brest: Marko Panic 5, Vladimir Vranjes 5, Mikita Vailupau 5, Andrei Yurynok 3, Pavel Paczkowski 2, Jaka Malus 2, Viachaslu Shumak 1, Stas Skube 1, Sandro Obranovic 1, Artsiom Selvasiuk 1.
Mörk Flensburg: Göran Johannessen 9, Magnus Röd 5, Marius Steinhauser 3, Hampus Wanne 3, Simon Hald 3, Mads Mensah 2, Alexander Petersson 1, Lasse Möller 1.

Porto – Vardar 27:24 (13:13)
Mörk Porto: Diogo Branquinho 7, Daymaro Salina 6, Miguel Martins 5, Ramos Magalhaes 3, Antonio Areia Rodrigues 2, André Gomes 2, Victor Manuel Alvarez 1, Rui Silva 1.
Mörk Vardar: Timur Dibirov 9, Lovro Jotic 5, Vasko Sevaljevic 4, Marko Vujin 2, Patryk Walczak 1, Gleb Kalarash 1, Ivan Cupic 1, Filip Taleski 1.

Staðan:
Flensburg 15(9), Vive Kielce 13(8), Meshkov Brest 9(10), Porto 8(9), Paris SG 6(6), Szeged 4(6), Elverum 4(8), Vardar 3(6).

Aron Pálmarsson fagnar í leiknum í Veszprém í gærkvöld. Mynd/EPA


B-riðill:
Veszprém – Barcelona 34:37 (15:19)

Mörk Veszprém: Dejan Manaskov 6, Jorge Maqueda 6, Vuko Borozan 5, Blaz Blagotinsek 3, Kentin Mahe 3, Yahia Fathy Omar 2, Andreas Nilson 2, Nikolaj Markussen 2, Gasper Marguc 2, Mate Lekai 2, Manuel Strlek 1.
Mörk Barcelona: Aleix Gómez 10, Jure Dolenec 7, Luka Cindric 5, Aron Pálmarsson 5, Ludovic Fabregas 4, Vincius Langaro Inoue 2, Luis Frade 2, Aitor Bengoechea 1, Domen Makuc 1.

Nantes – Celje 28:30 (13:14)
Mörk Nantes: David Balaguer 10, Valero Rivera 5, Aymeric Minne 5, Oliver Nyokas 3, Dragan Pechmalbec 2, Rok Ovnicek 1, Milan Milic 1, Eduardo Gurbindo 1.
Mörk Celje: Ziga Mlakar 8, Tilen Kodrin 5, Kristjan Horzen 5, Matic Groselj 4, Arsenije Dragasevic 2, Josip Sarac 2, Domen Novak2, David Razgor 1, Veron Nacinovic 1.

Kiel – Motor 34:23 (16:12)
Mörk Kiel: Domagoj Duvnjak 8, Steffen Weinhold 5, Harald Reinkind 4, Oskar Sunnefeld 4, Niclas Ekberg 4, Hendrik Pekeler 3, Sven Ehrig 2, Patrick Wiencek 2, Malte Voigt 2.
Mörk Motor: Artem Kozakevych 5, Aidenas Malasinkas 4, Barys Pukhouski 4, Zakhar Denysov 3, Maxim Babichev 1, Milos Orbovic 1, Carlos Molina 1, Eduard Kravchenko 1, Dmytro Horiha 1, Pavlo Gurkovsky 1, Viachaslau Bokhan 1.

Staðan:
Barcelona 18(9), Veszprém 13(9), Motor 12(10), Aalborg 10(9), Kiel 9(9), Nantes 4(8), Celje 4(9), Zagreb 0(7).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -