- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aron var bestur á vellinum í sjö marka sigri

Aron Pálmarsson - Mynd/EPA
- Auglýsing -

Aron Pálmarsson fór á kostum með Aalborg Håndbold í dag í sjö marka sigri á Bjerringbro/Silkeborg á útivelli, 36:29, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Aron sýndi allar sínar bestu hliðar í leiknum og skoraði m.a. sjö mörk í níu skotum og átti fimm stoðsendingar. Aron var yfirburðarmaður á leikvellinum.


Með sigrinum treysti Aalborg stöðu sína í efsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Liðið er með 31 stig eftir 18 leiki. GOG getur reyndar jafnað metin með því að vinna lærisveina Guðmundar Þórðar Guðmundssonar í Fredericia í leik sem stendur yfir. Skömmu fyrir leikslok stefndi í öruggan sigur GOG.


Íslendingar voru ekki atkvæðamiklir þegar Ribe-Esbjerg vann Lemvig, 32:27, á heimavelli síðarnefndar liðsins í dag. Elvar Ásgeirsson og Arnar Birkir Hálfdánsson skoruðu ekki mark fyrir Ribe-Esbjerg. Ágúst Elí Björgvinsson stóð ekki lengi í marki Ribe-Esbjerg en fékk á sig sex skot, þaraf tvö vítaköst. Hann varði tvö skot, 33%.


Daníel Freyr Andrésson varði eitt skot í marki Lemvig, 12,5. Hann var heldur ekki lengi í eldlínunni í leiknum.


Ribe-Esbjerg er í sjöunda sæti deildarinnar en Lemvig í 12. og þriðja neðsta sæti.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -