- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aron verður með á HM í næsta mánuði

Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari Barein stýrir sínum mönnum. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Þriðja heimsmeistaramótið í röð verður íslenskur þjálfari við stjórnvölin hjá landsliði Barein þegar flautað verður til leiks á HM karla í Svíþjóð og Póllandi í næsta mánuði. Aron Kristjánsson staðfesti í samtali við RÚV í gær að hann búi landslið Barein undir HM og stýri liðinu á heimsmeistaramótinu. Í frétt RÚV kemur ennfremur fram að Aron er með samning um þjálfun karlalandsliðs Barein fram yfir Asíumeistaramótið sem haldið verður í janúar 2024.


Á HM 2019 var landslið Barein undir stjórn Arons en tveimur árum síðar, HM í Egyptalandi 2021, var Halldór Jóhann Sigfússon við stjórnvölin.

Þrír íslenskir þjálfarar

Aron verður þar með þriðji íslenski þjálfarinn sem verður í eldlínunni á heimsmeistaramótinu í næsta mánuði. Hinir eru Alfreð Gíslason þjálfari þýska landsliðsins og Guðmundur Þórður Guðmundsson með íslenska landsliðið.


Barein verður í riðli á HM með heimsmeisturum Dana, Belgum og Túnisbúum. Leikir riðilsins fara fram í Malmö.

Meira og minna í fjögur ár

Aron tók við þjálfun landsliðs Barein af Guðmundi Þórði 2018 og var þjálfari fram á vor 2020 en hætti eftir að hafa tryggt Bareinum farseðilinn á HM 2021 og inn á Ólympíuleikana sem fram áttu að fara 2020. Þjóðverjinn Michael Roth tók við en staldraði ekki nema nokkrar vikur við í starfi áður en Halldór Jóhann tók við í nóvember 2020 og bjó Bareina undir HM 2021 og stýrði liðinu þeirra á mótinu.


Aron tók aftur upp þráðinn með landslið Barein á fyrri hluta síðasta árs og fór með liðið á Ólympíuleikana í Tókýó sumarið 2021 á Asíumótið í upphafi þessa árs þar sem Barein hafnaði í öðru sæti og innsiglaði sæti á HM 2023.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -