Handknattleiksmaðurinn ástsæli, Ásbjörn Friðriksson, hefur ákveðið að hætta í handknattleik. Hann staðfestir þetta við Handkastið í dag. Ásbjörn útilokar ekki að endurskoða ætlan sína.
Ásbjörn, er frá Akureyri og lék með KA, en gekk til liðs við FH árið 2008 og hefur alla tíð síðan leikið fyrir félagið ef frá er talin rúmlega árs vera hjá Alingsås í Svíþjóð 2011 til 2012.
Ásbjörn hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með FH, þrisvar sinnum deildarmeistari og einu sinni bikarmeistari. Ásbjörn var um árabil fyrirliði liðsins og var spilandi aðstoðarþjálfari sl. sex keppnistímabil.
Liðlega 500 leikir
Í byrjun apríl lék Ásbjörn sinn 500. leik fyrir FH og varð áttundi FH-ingurinn sem nær þeim merka áfanga.
Auk þess er Ásbjörn einn af markahærri leikmönnum efstu deildar á Íslandi.
Ásbjörn er áttundi FH-ingurinn í 500 leikja klúbbinn