- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ásdís skoraði 13 mörk í 13 skotum – stórsigur í Krikanum

Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, og leikmenn naga sig í handarbökin eftir jafntefli við Stjörnunar í gærkvöld. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Tveir leikir voru á dagskrá í Olísdeild kvenna í kvöld en ráðgert var að heil umferð færi fram en leikjum ÍBV og Hauka annarsvegar og Stjörnunnar og Fram hinsvegar var frestað. Báðir leikir kvöldsins voru ójafnir. KA/Þór vann sinn annan leik í röð þegar HK kom í heimsókn í KA-heimilið, 31:19, og Valur vann FH með 22 marka mun, 37:15, í Kaplakrika.


KA/Þór tók á móti HK þar sem heimaliðið byrjaði leikinn af miklum krafti og náði fimm marka forystu, 7-2, eftir tíu mínútna leik. Gestirnir áttu fá svör við öflugum varnarleik KA/Þórs og þau skot sem HK-ingar komu framhjá varnarmúrnum enduðu oftar en ekki í Mateu Lonac en hún varði 12 skot í fyrri hálfleik. KA/Þór hélt áfram að bæta í forystuna og fóru að lokum inní hálfleikinn með sex marka forystu 16-10.

Ásdís Guðmundsdóttir var allt í öllu í sóknarleik KA/Þórs en hún skoraði 9 mörk í fyrri hálfleik. KA/Þór hélt áfram yfirburðum sínum í seinni hálfleik. Þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum náðu þær KA/Þór tíu marka forystu 25-15. Bættu í síðustu mínútur leiksins og lokatölur voru, 31-19.

Ásdís Guðmundsdóttir hélt uppteknum hætti í markaskorun í seinni hálfleik en hún skoraði 13 mörk úr 13 skotum en atkvæðamest hjá HK var Sigríður Hauksdóttir með 6 mörk. Með þessum sigri fór KA/Þór uppí 2. sætið með 7 stig en HK er enn í 5. sæti með fjögur stig.
 

Leiðir skildu snemma

Nýliðarnir í FH tóku á móti toppliði Vals á heimavelli sínum Kaplakrika en getumunurinn á liðunum kom mjög snemma í ljós í þessum leik en eftir tíu mínútna leik voru gestirnir komnar með 5-1 forystu. FH-ingar áttu erfitt með það að brjóta varnarleik Vals niður og það skilaði Valsliðinu töluvert af hraðaupphlaupum.

Valur jók jafnt og þétt forystuna og þegar flautað var til hálfleiks var staðan orðin, 15-7, þeim í vil. Það sama var uppá teningnum í seinni hálfleiknum þar sem gestirnir gáfu FH-ingum engan grið. Það er skemmst frá því að segja að leiknum lauk með 22 marka sigri Vals, 37-15. Elín Rósa Magnúsdóttir var atkvæðamest hjá Val með 7 mörk en hjá FH var Emilía Ósk Steinarsdóttir atkvæðamest með 6 mörk. Valur heldur því toppsætinu í Olísdeild kvenna. Liðið er nú með átta stig eftir fimm leiki en FH er sem fyrr á botni deildarinnar enn án stiga.

KA/Þór 31-19 HK (16-10)
Mörk KA/Þórs: Ásdís Guðmundsdóttir 13, Rakel Sara Elvarsdóttir 5, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 4, Aldís Ásta Heimisdóttir 3, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 2, Rut Jónsdóttir 1, Telma Lísa Elmarsdóttir 1, Anna Þyrí Halldórsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 17, Sunna Guðrún Pétursdóttir 1.
Mörk HK:  Sigríður Hauksdóttir 6, Þóra María Sigurjónsdóttir 4, Hafdís Shizuka Iura 2, Tinna Sól Björgvinsdóttir 2, Kristín Guðmundsdóttir 2, Berglind Þorsteinsdóttir 1, Díana Kristín Sigmarsdóttir 1, Elna Ólöf Guðjónsdóttir 1.
Varin skot: Alexandra Von Gunnarsdóttir 5, Selma Þóra Jóhannsdóttir 4.

FH 15-37 Valur (7-15)
Mörk FH: Emilía Ósk Steinarsdóttir 6, Fanney Þóra Þórsdóttir 5, Sigrún Jóhannsdóttir 2, Aníta Theodórsdóttir 1, Freydís Jara Þórsdóttir 1.
Varin skot: Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 13.
Mörk Vals: Elín Rósa Magnúsdóttir 7, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 6, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 5, Hulda Dís Þrastardóttir 4, Ída Margrét Stefánsdóttir 3, Lovísa Thompson 3, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 2, Lilja Ágústsdóttir 2, Auður Ester Gestsdóttir 2, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 1, Thea Imani Sturludóttir 1, Mariam Eradze 1.
Varin skot: Andrea Gunnlaugsdóttir 7, Saga Sif Gísladóttir 3.- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -