- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ásgeir Snær flytur yfir landamærin í sumar

Staðfest er að Ásgeir Snær Vignisson leikur með Fjellhammer á næstu leiktíð. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Norska úrvalsdeildarliðið Fjellhammer hefur staðfest að Ásgeir Snær Vignisson hafi skrifað undir tveggja ára samning við félagið sem tekur gildi í sumar. Ásgeir Snær er 23 ára gamall og hefur síðasta árið, eða þar um bil, leikið með sænska liðinu OV Helsingborg sem á dögunum féll úr úrvalsdeildinni eftir eins árs veru.


Mikill sóknarhugur er í forsvarsmönnum Fjellhammer um þessar mundir. Þjálfari liðsins er Robert Hedin fyrrverandi landsliðsþjálfari Noregs og núverandi þjálfari bandaríska karlalandsliðsins. Nýverið var tilkynnt að Glenn Solberg þjálfari Evrópumeistara Svíþjóðar verði aðstoðarþjálfari Fjellhammer á næstu leiktíð.

Á heimasíðu Fjellhammer er haft eftir Hedin að hann bindi talsverðar vonir við Ásgeir Snæ.

Fjellhammer hafnaði í sjötta sæti í norsku úrvalsdeildinni í vetur og féll úr leik í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar eftir oddaleik við Elverum á sunnudaginn.

Í fótspor Þórðar Rafns

Að minnsta kosti einn Íslendingur hefur áður leikið með Fjellhammer. Haukamaðurinn Þórður Rafn Guðmundsson var herbúðum félagsins í tvö ár, 2014 til 2016.

Ásgeir Snær lék í tvö ár með ÍBV áður en hann fór til Helsingborg fyrir ári. Þar áður var Ásgeir Snær leikmaður Vals.

Bærinn Fjellhammer er skammt frá Lillestrøm.

Ásgeir Snær var fyrst orðaður við Fjellhammer í síðasta mánuði.

Ásgeir Snær sagður flytja frá Svíþjóð til Noregs.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -