- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ásgeir Snær sagður flytja frá Svíþjóð til Noregs

Ásgeir Snær Vignisson í leik með ÍBV. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Handknattleiksmaðurinn Ásgeir Snær Vignisson gengur að öllum líkindum til liðs við norska úrvalsdeildarliðið Fjellhammer í sumar. Samningur milli hans og félagsins eru svo gott sem í höfn, eftir því sem norski fjölmiðlamaðurinn Thomas Karlsen segir frá á Twitter.


Ásgeir Snær á að fylla skarðið sem Alexander Djordjije Mitrovic skilur eftir sig. Mitrovic hefur samið við þýska 2. deildarliðið Dessau-Roßlauer HV.


Robert Hedin þjálfari bandaríska karlalandsliðsins tók við þjálfun Fjellhammer í byrjun febrúar. Liðið situr í áttunda sæti um þessar mundir og hefur Hedin náð að rétt við skútuna á síðustu vikum. Forráðamenn félagsins ætla sér að vera í toppbaráttu á næsta tímabili með Hedin við stjórnvölin.


Ásgeir Snær gekk til liðs við OV Helsingborg á síðasta sumri að lokinni tveggja ára veru hjá ÍBV. Til ÍBV kom Ásgeir Snær frá Val hvar hann lék upp yngri flokkana og steig fyrstu skrefin í meistaraflokki. Hann var frá keppni um tíma í vetur vegna meiðsla en hefur verið með Helsingborg í síðustu leikjum.


Helsingborg er í bráðri fallhættu í sænsku úrvalsdeildinni um þessar mundir. Liðið rekur lestina þegar tvær umferðir eru eftir. Neðsta liðið fellur úr deildinni en þrjú þar fyrir ofan taka þátt í umspili um áframhaldandi veru í deildinni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -