- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ástandið er hrikalega gott

Hrannar Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar. Mynd/Stjarnan
- Auglýsing -

„Það var mikill í hraði í leik okkar og ég held að gæðin hafi verið fín. Við lékum á 16 leikmönnum, þar á meðal fengu tvær 14 ára gamlar að spreyta sig. Ástandið á liðinu er hrikalega gott,“ sagði Hrannar Guðmundsson þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar glaður í bragði þegar handbolti.is hitti hann að loknum stórsigri Stjörnunnar á Fram í Olísdeildinni í Úlfarsárdal í gærkvöld, 33:21.


Þetta var sjöundi sigur Stjörnunnar í átta leikjum í Olísdeildinni á leiktíðinni og er liðið í öðru sæti á eftir Val sem hefur ekki tapað leik fram til þessa.


„Það er ekkert að því að skora 33 mörk gegn Fram sem hefur verið með besta varnarlið deildinnar á undanförnum árum. Á sama tíma héldum við Fram í 21 marki. Lið mitt var bara mjög gott að þessu sinni,“ sagði þjálfarinn ennfremur og hafði alveg efni á að brosa allan hringinn.


Eins og staða Stjörnunnar gefur til kynna þá hefur liðið leikið vel í deildinni til þessa og aðeins tapað einum leik.

„Leikurinn okkar hefur verið massívur fram til þessa. Á sama tíma megum við ekki gleyma því að það getur verið stutt á botninn ef við förum að slaka mikið á og láta okkur dreyma. Aðeins einn þriðji af deildarkeppninni er að baki. Okkar vinna beinist að því að halda áfram að fækka slæmu köflunum og styrkja leik okkar. Við erum á góðri leið,“ sagði Hrannar Guðmundsson þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í samtali við handbolta.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -