- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Átján ára bið Haukakvenna á enda – bikarmeistarar 2025

Thelma Melsted Björgvinsdóttir og Elín Klara Þorkelsdóttir hlaupa fremstar með bikarinn eftir sigur í Poweradebikar kvenna í dag. Ljósmynd/J.L.Long
- Auglýsing -


Haukar er bikarmeistarar í handknattleik kvenna 2025 eftir sigur á Fram, 25:20, í úrslitaleik í Poweradebikarnum á Ásvöllum í dag. Þetta er í fimmta sinn sem Haukar vinna bikarmeistaratitilinn í handknattleik kvenna og í fyrsta sinn frá árinu 2007. Haukar voru fimm mörkum yfir í hálfleik eftir sveiflukenndan leik. Sigur Hauka var svo sannarlega verðskuldaður. Liðið var betra nánast frá upphafi og réði lögum og lofum.


Fyrri hálfleikur var með þeim allra kaflaskiptustu sem sést hafa. Haukar skoruðu fimm fyrstu mörk á upphafsmínútunum sjö. Þar að auki brást Elínu Klöru Þorkelsdóttur bogalistin úr vítakasti.
Fram safnaði vopnum sínum og skoraði fimm mörk í röð, 5:5. Haukar svöruðu með fimm mörkum í röð, 5:10. Sonja Lind Sigsteinsdóttir skoraði 10. markið eftir hraðaupphlaup eftir tæplega 23 mínútur. Síðustu sjö mínúturnar skoruðu liðin sitt markið hvort.

Bikarmeistarar Hauka í handknattleik kvenna, 2025. Ljósmynd/J.L.Long

Staðan í hálfleik, 11:6, fyrir Hauka.

Fram náði áhlaupi snemma í síðari hálfleik og minnkaði muninn í þrjú mörk. Nær komust leikmenn Fram ekki. Varnarleikur Hauka var stórkostlegur auk markvörslu Söru Sifjar. Þegar sjö og hálf mínúta var eftir voru Haukar sjö mörkum yfir, 21:15.


Mörk Hauka: Inga Dís Jóhannsdóttir 5, Elín Klara Þorkelsdóttir 5, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 4, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 3, Thelma Melsted Björgvinsdóttir 3, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 3, Alexandra Líf Arnarsdóttir 1, Sara Odden 1.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir, 40% – Margrét Einarsdóttir 1/1, 33,3%.
Mörk Fram: Lena Margrét Valdimarsdóttir 6/2, Þórey Rósa Stefánsdóttir 4, Alfa Brá Hagalín 3, Karen Knútsdóttir 3/2, Kristrún Steinþórsdóttir 2, Steinunn Björnsdóttir 1, Harpa María Friðgeirsdóttir 1.
Varin skot: Darija Zecevic 14/1, 36,8%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Handbolti.is er á Ásvöllum og fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -