- Auglýsing -
Landslið karla í handknattleik, skipað leikmönnum 18 ára og yngri fór til Færeyja í morgun hvar það leikur við landslið heimamanna á morgun og á sunnudag. Auk þess verður æft eftir því sem kostur verður á, m.a. er stefnt að æfingu í kvöld í Þórshöfn. Íslensku piltarnir koma til baka á mánudaginn.
Leikirnir, sem fram fara í Hoyvíkshøllinni í Þórshöfn, eru liður í undirbúningi beggja liða fyrir Evrópumót 18 árs landsliða sem hefst 4. ágúst í Svartfjallalandi.
Fyrri leikur liðanna er á morgun laugardag klukkan 14 og á sama tíma á sunnudaginn. Um íslenskan tíma er að ræða en klukkan í Færeyjum er klukkustund á undan yfir sumartímann.
Leikjunum verður streymt beint á vef færeyska handknattleikssambandsins á slóðinni https://live.hsf.fo.
Eins er þeim Íslendingum sem eru í Færeyjum þessa dagana og eiga þess kost að fara á leikina bent á að aðgangur verður ókeypis.
Fræðast má um hverjir skipa leikmannahópinn og nánast um undirbúning fyrir EM í fréttinni hér fyrir neðan.
- Auglýsing -