- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Átta íslensk mörk í Stuttgart – Elvar og Arnar voru ekki með

Oddur Gretarsson kveður Balingen-Weilstetten í sumar eftir sjö ára veru. Mynd/Balingen Weilstetten
- Auglýsing -

Oddur Gretarsson skoraði sex mörk, þar af fjögur úr vítaköstum, í 24. tapleik Balingen-Weilstetten í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld. Að þessu sinni tapaði Balingen í heimsókn til Stuttgart, 30:27, og situr áfram á botni deildarinnar með 11 stig þegar þremur leikjum er ólokið. Balingen-Weilstetten virðist ekki eiga annað fyrir höndum en að falla niður í 2. deild eftir eins árs veru í efstu deild.

Daníel Þór Ingason, leikmaður Balingen-Weilstetten, skoraði tvö mörk og gaf tvær stoðsendingar.

Báðir á sjúkralista

Hvorki Arnar Freyr Arnarsson né Elvar Örn Jónsson voru með Melsungen í kvöld þegar liðið tapaði, 23:21, fyrir Wetzlar á útivelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik.

Elvar og Arnar eru í hópi fimm leikmanna Melsungen sem eru á sjúkralista um þessar mundir. Elvar tók ekki þátt í landsleikjunum við Eistlendinga á dögunum vegna náratognunar. Hann hefur ekki jafnað sig enda geta meiðsli af þessum toga verið mjög erfið viðureignar.

Melsungen situr í fimmta sæti deildarinnar og á tvo leiki eftir áður en deildarkeppninni verður lokið í fyrstu helgi júní.

Erfið vika að baki

Roberto Garcia Parrondo þjálfari Melsungen sagði eftir leikinn í kvöld að erfiðir dagar væru að baki vegna meiðsla og veikinda á meðal leikmanna. Ástandið hafi verið svo slæmt að vart hafi verið hægt að halda úti æfingum. Ástandið hafi endurspeglast í úrslitum leiksins.

Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -