- Auglýsing -
- Auglýsing -

Átta marka sigur á Ásvöllum

Þórey Rósa Stefánsdóttir að skora eitt sjö marka sinna í dag. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna stendur vel að vígi eftir öruggan, 34:26, sigur á Ísrael í fyrri viðureigninni í forkeppni heimsmeistaramótsins. Síðari viðureignin fer fram á morgun og miðað við muninn á liðunum í dag þá verður það að teljast slys komist íslenska liðið ekki áfram í umspilið sem fram fer um miðjan apríl.


Fyrri hálfleikur var þungur og erfiður af hálfu íslenska liðsins. Liðið gerði sig sekt um mörg mistök. Engu var líkara en skrekkur væri í leikmönnum. Forskotið var þrjú mörk að fyrri hálfleik loknum, 18:15.

Sandra Erlingsdóttir skoraði 11 mörk í 11 skotum, var með fullkomna nýtingu. Mynd/Hafliði Breiðfjörð


Allt annað var að sjá til leikmanna íslenska liðsins í síðari hálfleik. Leikurinn var kraftmeiri og ákveðnari. Fjögur fyrst mörk síðari hálfleiks voru íslensk. Það gaf tóninn. Um miðjan hálfleikinn var forskotið komið upp í átta mörk og hélst lítið breytt til loka.


Mörk Íslands: Sandra Erlingsdóttir 11/3, Þórey Rósa Stefánsdóttir 7, Thea Imani Sturludóttir 5, Andrea Jacobsen 4, Perla Ruth Albertsdóttir 3, Steinunn Björnsdóttir 1, Díana Dögg Magnúsdóttir 1, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 1, Sunna Jónsdóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 4, 30,8% – Sara Sif Helgadóttir 2, 11,1%.

Thea Imani Sturludóttir skorar eitt fimm marka sinna í dag. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -