- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Átta marka sigur Fram í Vestmannaeyjum

Þórey Rósa Stefánsdóttir landsliðskona var markahæst hjá Fram í dag með sjö mörk. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Fram vann öruggan sigur á ÍBV í síðasta leik 13. umferðar Olísdeildar kvenna í handknattleik í dag, 25:17. Leikið var í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum. Framarar voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 14:10.

Sex fyrstu mörkin

Framarar skoruðu sex fyrstu mörk leiksins í Vestmannaeyjum í dag. ÍBV-liðið komst fyrsta á blað eftir rúmlega 13 mínútur með marki Ásdísar Höllu Hjarðar. Þrátt fyrir þessa slæmu byrjun þá reyndi ÍBV hvað það gat til að koma sér inn í viðureignina. Í hálfleik var fjögurra marka munur, 14:10, Fram í vil.

ÍBV tókst að minnka muninn í þrjú mörk, 17:14, þegar liðlega 12 mínútur voru til leiksloka. Eftir það tóku Framarar öll völd á leikvellinum og unnu með átta marka mun.

Fram komst aftur að hlið Hauka í annað til þriðja sæti með 20 stig, fjórum stigum á eftir Val sem trónir á toppnum sem fyrr. ÍBV er næst neðst með sex stig.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.


Mörk ÍBV: Ásta Björt Júlíusdóttir 3, Birna Berg Haraldsdóttir 3, Birna María Unnarsdóttir 3, Ásdís Halla Hjarðar 2, Birna Dögg Egilsdóttir 2, Britney Emilie Florianne Cots 2, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 1, Sunna Jónsdóttir 1.
Varin skot: Engin skot skráð á HBritari.
Mörk Fram: Þórey Rósa Stefánsdóttir 7, Alfa Brá Hagalín 5, Steinunn Björnsdóttir 4, Karen Knútsdóttir 3, Lena Margrét Valdimarsdóttir 3, Sóldís Rós Ragnarsdóttir 2, Íris Anna Gísladóttir 1.
Varin skot: Engin skot skráð á HBritari.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -