- Auglýsing -
- Auglýsing -

Átta marka sigur hjá Svíum í Ystad

Serbneska landsliðið í handknattleik sem lék hér á landi í október. Mynd/Mummu Lú

Sænska landsliðið vann öruggan sigur á serbneska landsliðinu, 33:25, í 6. riðli undankeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik í Ystad í Svíþjóð í dag. Liðin eru með íslenska landsliðinu í riðli í keppninni. Serbar unnu fyrri viðureignina á heimavelli á fimmtudaginn með þriggja marka mun, 24:21. Svíar voru þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:14.


Með sigrinum í dag settust Svíar einir í efsta sæti riðilsins með sex stig eftir fjóra leiki. Serbar hafa fjögur stig en Ísland og Tyrkland hafa tvö stig hvort.


Ísland tekur á móti Tyrkjum á Ásvöllum klukkan 16 á morgun og á harma að hefna eftir tap á miðvikudagskvöld ytra. Íslenska landsliðið fer með sigri á morgun upp að hlið serbneska landsliðsins.

Ókeypis aðgangur er að viðureign Íslands og Tyrklands á morgun í boði Olís. Rétt er að hvetja fólk til þess að nýta sér þetta kosta boð og styðja hressilega við bakið á íslenska liðinu sem á enn möguleika að að komast í lokakeppni EM í nóvember.


Jamina Roberts var markahæst hjá Svíum í leiknum í Ystad í dag. Hún skoraði átta mörk. Jenny Carlson var næst með sex mörk. Jelena Agbaba skoraði fjögur mörk fyrir serbneska liðið og var markahæst.

Staðan í 6. riðli undankeppni EM kvenna:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -