- Auglýsing -

Áttundi sigurleikurinn er í höfn

Leikmenn ÍR eftir sigurinn á HK U í Kórnum í dag. Mynd/Facebooks síða ÍR.

ÍR vann í dag áttunda leik sinn af níu mögulegum í Grill 66-deild kvenna í handknattleik þegar liðið lagði ungmennalið HK, 28:12, í Kórnum. ÍR var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda, m.a. var tíu marka munur í hálfleik, 15:5.


Fram kemur á Facebook-síðu ÍR að álaginu hafi verið dreift mjög vel á milli leikmanna til þess að búa liðið undir toppslaginn við Aftureldingu á fimmtudaginn. Þá mætast tvö efstu lið deildarinnar.


ÍR hefur farið taplaust í gegnum níu fyrstu umferðirnar í deildinni, átta sigrar og eitt jafntefli.


Mörk HK U.: Sandra Rós Hjörvarsdóttir 3, Guðbjörg Erla Steinarsdóttir 2, Amelía Laufey Gunnarsdóttir 2, Elfa Björg Óskarsdóttir 2, Ágústa Rún Jónasdóttir 1, Jóhanna Lind Jónasdóttir 1, Rakel Dórothea Ágústsdóttir 1.
Varin skot: Íris Eva Gísladóttir 3, Þórfríður Arinbjarnardóttir 2.
Mörk ÍR: Stefanía Ósk Engilbertsdóttir 6, Guðrún Maryam Rayadh 4, Matthildur Lilja Jónsdóttir 4, Theodóra Brynja Sveinsdóttir 4, Erla María Magnúsdóttir 2, Hanna Karen Ólafsdóttir 2, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 2, Anna Dögg Arnarsdóttir 1, Anna María Aðalsteinsdóttir 1, Sylvía Sigríður Jónsdóttir 1, Vaka Líf Kristinsdóttir 1.
Varin skot: Hildur Öder Einarsdóttir 15, Þórunn Ásta Imsland 1.

Staðan í Gril 66-deildunum og næstu leikir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -