- Auglýsing -
- Auglýsing -

Augu flestra beinast að Ikast og Krim

Danska liðið Ikast hefur farið vel af stað í Meistaradeild kvenna. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Fjórða umferð í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna í handknattelik fer fram um helgina þar sem athyglin mun beinast að leik Ikast og Krim í B-riðli. Liðin sitja óvænt í efstu tveimur sætum B-riðils taplaus eftir þrjár umferðir.

Í A-riðli reyna Bietigheim og Györ að halda áfram sigurgöngu sinni. Þýska meistaraliðið Bietigheim leikur við Brest en ungverska stórliðið mætir Buducnost. Leikur helgarinnar að mati EHF er viðureign FTC og Rapid Búkarest sem fram fer á laugardaginn en bæði þessi lið vonast til að rétta af gengi sitt í Meistaradeildinni en bæði lið hafa farið illa af stað. FTC sem lék til úrslita í vor hefur ekki krækt í stig enn sem komið er.

Leikir helgarinnar

A-riðill:

Bietigheim – Brest | laugardagur kl. 14 | Beint á EHFTV

  • Bietigheim hefur farið vel af stað og er ósigrað eftir þrjár fyrstu umferðirnar.
  • Brest hefur skorað 73 mörk í fyrstu þremur leikjunum. Aðeins pólska liðið Lubin hefur skorað færri mörk eða 63.
  • Þýska liðið hefur bestu skotnýtinguna, 89 mörk úr 135 skotum eða 65,9%. Brest er hins vegar með 55,7% skotnýtingu.
  • Xenia Smits vinstri skytta þýska liðsins er næst markahæst í Meistaradeildinni með 19 mörk.
  • Þýska liðinu hefur aldrei tekist að vinna Brest í fjórum tilraunum.

Odense – DVSC Schaeffler | laugardagur kl. 14 | Beint á EHFTV

  • Ef Odense sigrar í þessum leik munu liðið nálgast að vera nærri sinni bestu byrjun í Meistaradeild kvenna frá tímabilinu 2020/21 þegar liðið vann fjóra af fimm fyrstu leikjum sínum.
  • Maren Aardahl línumaður danska liðsins hefur verið nánast óstöðvandi í upphafi tímabilsins. Hún er þriðja markahæst í Meistaradeildinni með 18 mörk.
  • Danska liðið hefur skorað 89 mörk í fyrstu þremur leikjunum.
  • Þetta verður tíundi leikur ungverska liðsins í Meistaradeild kvenna en liðið hefur aðeins unnið tvo af fyrstu níu leikjunum.

Sävehof – CSM Búkarest | sunnudagur kl. 12 | Beint á EHFTV

  • Sävehof er eina liðið í A-riðli og eitt þriggja liða í Meistaradeildinni sem hefur ekki enn hlotið stig eftir þrjár umferðir.
  • CSM hefur tapað tveimur leikjum í röð, gegn Bietigheim og Györ. Ef liðið tapar þessari viðureign hefur liðið ekki byrjað verr í keppninni í sögu sinni.
  • Fyrrverandi fyrirliði CSM, Carmen Martin, spilar nú fyrir Sävehof.
  • CSM verður án Graace Zaadi í þessum. Hún meiddist í síðasta leik.
  • Þriðja mark Cristina Neagu í leiknum verður hennar 1.050. mark í Meistaradeild kvenna. Aðeins Jovanka Radicevic hefur skoraði fleiri mörk.

Györ – Buducnost |sunnudagur kl. 14 | Beint á EHFTV

  • Þetta eru þau lið sem hafa unnið flesta leiki í sögu Meistaradeildar kvenna, Györ með 208 sigra og Buducnost með 158.
  • Buducnost hefur fengið á sig 96 mörk til þessa. Aðeins ungversku liðin DVSC og FTC hafa fengið á sig fleiri mörk.
  • Györ hefur unnið síðustu 12 leiki á milli þessara félaga. Síðasti vann Buducnost í febrúar 2016.
  • Alls hefur Györ unnið 20 af 27 viðureignum þessar liða. Budacnost hefur unnið þrisvar sinnum og fjórum sinnum hefur orðið jafntefli.
Standings provided by Sofascore

B-riðill:

FTC – Rapid Búkarest | laugardagur kl. 16 | Beint á EHFTV

  • Ungverska liðið hefur farið illa af stað á þessu tímabili og tapað fyrstu þremur leikjum sínum, Rapid hefur unnið einn leik.
  • Sorina Grozav er markahæst í liði Rapid með 14 mörk en hjá FTC eru þær Katrin Klujber og Andrea Lekic markahæstar með 15 mörk hvor.
  • Szandra Szöllosi-Zacsik, vinstri skytta FTC, meiddist á hné í síðustu viku og tekur ekki þátt í leiknum.
  • Þetta verður í fyrsta sinn sem þessi lið mætast.

Vipers – Esbjerg | laugardagur kl. 16 | Beint á EHFTV

  • Bæði lið sigruðu í sínum leikjum í þriðju umferð. Eftir tap í fyrstu umferð hafa Evrópumeistarar Vipers unnið tvo leiki í röð.
  • Katrin Lunde, markvörður Vipers, hefur varið næst flest skot í Meistaradeildinni til þessa, 47.
  • Kristine Breistol vinstri skytta Esbjerg er markahæst í danska liðinu með 17 mörk.
  • Þetta er í fimmta sinn sem þessi lið mætast en norska liðinu hefur aldrei tekist að vinna það danska.
  • Liðin eru landsmeistarar í heimalöndum sínum.

Metz – Lubin | laugardagur kl. 16 | Beint á EHFTV

  • Lubin sem er nýliði í Meistaradeild kvenna hefur skorað fæst mörk í riðlakeppninni til þessa, 63.
  • Kinga Grzyb er markahæst hjá Lubin með 10 mörk
  • Pólska liðið hefur tapað þremur fyrstu leikjum sínum. Metz er með tvo sigra og eitt tap.
  • Metz er með þriðju bestu sóknina og hefur því til sönnunar skorað 100 mörk. Hatadou Sako markvörður liðsins er einnig í þriðja sæti yfir flest skot varin.
  • Lið þessara félaga hafa mæst sex sinnum áður. Pólska liðinu hefur aldrei tekist að vinna en tvisvar sinnum náð jafntefli.

Ikast – Krim | sunnudagur kl. 14 | Beint á EHFTV

  • Þessi lið eru einu sem eru ósigruð í B-riðli.
  • Þau hafa einnig skorað flest mörk í riðlinum. Hvort þeirra hefur skorað 101 mark. Krim er með aðeins betri skotnýtingu, 66%, á meðan Ikast er með 64%.
  • Tamara Mavsar vinstri hornamaður Krim er markahæst í Meistaradeildinni með 20 mörk.
  • Krim getur unnið sinn 135. leik í Meistaradeildinni. Aðeins Buducnost og Györ hafa oftar unnið.
  • Ikast hefur unnið þrisvar sinnum en Krim fjórum sinnum, einu sinni hefur orðið jafntefli í þeim átta leikjum sem lið þessara félaga hafa mæst.
Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -