- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Austurríkismenn blanda sér í kapphlaupið – unnu Ungverja í háspennuleik

Ærandi fögnuður tók við hjá Austurríkismönnum þegar ljóst var að sigurinn var þeirra gegn Ungverjum. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Austurríska landsliðið blandaði sér af alvöru í keppni um sæti í forkeppni Ólympíuleikanna í dag þegar það vann ungverska landsliðið með eins marks mun, 30:29, í fyrsta leik í milliriðli Íslands, milliriðli eitt, á Evrópumeistaramótinu í handknattleik karla. Austurríki hefur þar með tvö stig í riðlinum og stendur jafnt að vígi og Ungverjar sem unnu stórsigur á íslenska landsliðinu í fyrrakvöld.

Austurríki, Holland, Ísland og Portúgal hafa augastað á tveimur farseðlum í forkeppni Ólympíuleikanna sem fram fer í mars.

Leikur Austurríkis og Ungverjalands í Lanxess Arena í Köln var hnífjafn og spennandi frá byrjun til enda. Jafnt var í hálfleik, 17:17. Austurríkismenn léku skipulagðan og góðan varnarleik og létu Ungverja ekki komast upp með moðreyk. Á lokakaflanum, síðustu 10 mínútunum, var austurríska liðið þrisvar manni færra en stóð engu að síður af sér mörg áhlaup Ungverja auk þess sem sóknarleikurinn gekk vel.

Ungverjar komust yfir, 28:27, þegar tvær og hálf mínúta var til leiksloka. Austurríska liðið svaraði með tveimur mörkum. Ungverjar jöfnuðu og gátu komust yfir 30:29 en lánaðist það ekki. Mykola Bylik skoraði sigurmarkið 20 sekúndum fyrir leikslok. Ungverjar reyndu hvað þeir gátu í lokin til að jafna metin en síðasta sókn þeirra var ómarkviss og endaði úti í mýri. M.a. fengu þeir aukakast eftir að leiktíminn var úti en skotið geigaði.

Mörk Ungverjalands: Bence Banhidi 4, Miklos Rosta 4, Mate Lekai 4, Gabor Ancsin 4, Richard Bodo 3, Bendeguz Sipos 3, Dominik Mathe 3, Bence Imre 2, Zoran Ilic 1, Gergo Fazekas 1.
Varin skot: Kristóf Laszlo Palasics 6, 21% – László Bartucz 5, 42%.

Mörk Austurríkis: Mykola Bilyk 8, Robert Weber 6, Lukas Hutecek 6, Tobias Wagner 4, Markus Mahr 2, Sebastian Frimmel 2, Lukas Herburger 1, Boris Zikvkovic 1.
Varin skot: Constantin Möstl 11, 31%.

Klukkan 17 hefst viðureign Króata og Frakka í Lanxess Arena í Köln. Síðasti leikur kvöldsins verður leikur Íslands og Þýskalands. Flautað verður til leiks klukkan 19.30.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -