handbolti.is

- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM19-’25 – Beint: Ísland – Gínea, kl. 9.45

Landslið Íslands og Gíneu mætast í fyrstu umferð riðlakeppni heimsmeistaramóts 19 ára landsliða karla í Kaíró í Egyptalandi klukkan 9.45.Hér fyrir neðan er streymi frá leiknum.https://www.youtube.com/watch?v=8fv0Pi6GEg4&list=PLWCecFpv5TPvkqoRchSbJLs4fVIQe8l2u&index=5

Ágústa Tanja framlengir samning sinn við Selfoss

Ágústa Tanja Jóhannsdóttir hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss til ársins 2028. Tanja, sem verður 19 ára í haust, er mjög efnilegur markvörður sem leikið hefur með meistaraflokki í þrjú tímabil og tekið miklum framförum á þeim tíma.Tanja hefur...

Óviðunandi að 81 árs maður sé endurkjörinn án mótframboðs

Snemma á þessu ári tilkynnti Gerd Butzeck um framboð sitt til forseta Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF. Hann hefur stuðning þýska handknattleikssambandsins fyrir framboði sínu en frambjóðendur verða að hafa eitt sérsamband innan IHF á bak við sig til þess að geta...

Skrifræði tefur fyrir komu eftirmanns Andra Más

Það er ekki aðeins á Íslandi sem illa gengur að gefa út leyfi fyrir þessu og hinu. Skrifræði í Þýskalandi og Egyptalandi hefur veldur því að dregist hefur úr hömlu að egypski handknattleiksmaðurinn Ahmed Khairy geti orðið eftirmaður Andra...
- Auglýsing-

HSÍ heiðraði gulllið Ólympíudaganna

Í tilefni þess að undir 17 ára landslið karla í handknattleik tryggði sér fyrsta sæti á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar, sem fram fór í Norður Makedóníu 18. - 26. júlí, stóð Handknattleikssamband Íslands fyrir móttöku fyrir leikmenn, þjálfara og fjölskyldur þeirra...

Safnaði í styrktarsjóð barna með hverju marki sem hann skoraði í 13 ár

Í hvert sinn sem þýski handknattleiksmaðurinn Patrick Wiencek hefur skorað mark fyrir THW Kiel á síðustu árum hefur hann safnað peningum til styrktar barnadeildar krabbameinslækninga á háskólasjúkrahúsinu í Kiel. Nú þegar Wiencek er hættur að leika handbolta hefur hann...

Handknattleikurinn er sannarlega að vaxa

Nokkrum árum eftir að kórónuveiran setti strik í reikninginn í heimi íþrótta eins og annarstaðar virðist sem þýska 1. deildin í handknattleik karla, Handball-Bundesliga (HBL), upplifi sögulega uppsveiflu. En hvernig metur Frank Bohmann, yfirmaður HBL, raunverulega stöðuna?„Við erum á...

Ekki nóg að breyta fyrirkomulaginu – vantar fleiri betri lið

Sitt hefur hverjum sýnst um fyrirkomulag Meistaradeildar Evrópu í handknattleik á síðustu árum. Það hefur verið í föstum skorðum í nærri áratug með sextán liðum í upphafi sem reyna með sér í tveimur riðlum heima og að heiman frá...
- Auglýsing-

Vongóðir um að dyrnar verði fljótlega opnaðar

Rússneska handknattleikssambandið vonast til að landslið og félagslið landsins snúi fljótlega aftur til keppni á alþjóðavettvangi. Rússland og Hvíta-Rússland hafa verið útilokuð frá alþjóðlegum handknattleik síðan snemma árs 2022 vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Ákvörðunin var tekin í kjölfar...

Miðasala er hafin á leiki Íslands á HM kvenna

Miðasala á leiki íslenska landsliðsins í handknattleik kvenna í C-riðli heimsmeistaramótsins er hafin. Leikirnir fara fram í Stuttgart og verða gegn landsliðum Úrúgvæ, Serbíu og Þýskalands, 26., 28. og 30. nóvember.Miðasala fer fram í gegnum eftirfarandi hlekk en einnig...

Um höfund

Athugsemdir við greinar merktar handbolti.is sendist á netfangið [email protected]. Flestar fréttir sem birtar undir þessari merkingu eru tilkynningar sem berast til ritstjórnar eða annað efni sem unnið er utan hennar að undskildu aðsendu efni sem merkt er höfundi.
440 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -