- Auglýsing -
- Auglýsing -

handbolti.is

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Skall á stönginni og var flutt á sjúkrahús – Slapp við beinbrot

Betur fór en á horfðist þegar Matea Lonac, markvörður KA/Þórs, skall á stönginni er hún var að hlaupa til baka í markið í tapi liðsins fyrir Val í Olísdeild kvenna í N1 höllinni á Hlíðarenda í gær. Lonac fékk...

Evrópumeistararnir slógu eitt met og jöfnuðu annað

Evrópumeistarar Frakklands slógu í gærkvöldi markametið á Evrópumóti í handknattleik karla þegar liðið vann risasigur á Úkraínu, 46:26, í C-riðli í Bærum í Noregi. Ekkert landslið hefur skorað jafn mörg mörk í einum leik á EM. Fyrra metið áttu Frakkland,...

Myndasyrpa: Bjartsýni og stemning í Kristianstad

Gleðin er sem fyrr við völd hjá stuðningsmönnum íslenska karlalandsliðsins í handknattleik í „fan-zonei“ við Kristianstad Arena í Kristianstad í Svíþjóð fyrir annan leik Íslands í F-riðli Evrópumótsins. Ísland mætir Póllandi klukkan 17 og tryggir sér sæti í milliriðli með...

Lærisveinar Dags sluppu með skrekkinn

Króatía, sem Dagur Sigurðsson þjálfar, vann nauman sigur á Georgíu, 32:29, í fyrstu umferð E-riðils Evrópumóts karla í Malmö Arena í Malmö í Svíþjóð í kvöld. Hvorki gekk né rak hjá Króatíu framan af fyrri hálfleik þar sem Georgía komst...
- Auglýsing-

Sagosen kom sér í hóp mætra manna

Sander Sagosen varð fimmti leikmaðurinn í sögunni sem skorar 200 mörk á Evrópumótum þegar hann skoraði þriðja og síðasta mark sitt í 39:22 sigri Noregs á Úkraínu í fyrstu umferð C-riðils í Unity Arena í Bærum í Noregi á...

Katla María og liðsfélagar áfram með fullt hús stiga

Katla María Magnúsdóttir og liðsfélagar hennar í Holstebro virðast stefna rakleitt upp í dönsku úrvalsdeildina. Í dag vann liðið auðveldan útisigur á Aarhus, 32:18, í 13. umferð B-deildarinnar og er enn á toppnum með fullt hús stiga. Holstebro er með...

Valur endurheimti toppsætið með stórsigri

Valur tyllti sér aftur á toppinn í Olísdeild kvenna með stórsigri á KA/Þór, 31:16, í 13. umferð deildarinnar í N1 höllinni á Hlíðarenda í dag. Valur jafnaði ÍBV að stigum á toppnum, bæði eru með 22 stig en Valur vann...

Dana drjúg sem fyrr í öruggum sigri

Dana Björg Guðmundsdóttir, fyrirliði Volda, átti góðan leik fyrir liðið þegar það heimsótti Storhamar 2 í norsku B-deildinni og vann auðveldlega, 31:22, í 14. umferð deildarinnar í dag. Dana Björg skoraði þrjú mörk fyrir Volda og gaf auk þess tvær...
- Auglýsing-

Annar stórsigur og lærisveinar Arons í milliriðil

Kúveit undir stjórn Arons Kristjánssonar vann geysilega öruggan sigur á Hong Kong, 39:25, í annarri umferð forkeppni HM 2026 í C-riðli Asíumótsins í Kúveit í dag. Með sigrinum tryggði Kúveit sér sæti í milliriðli. Næst mætir Kúveit liði Sameinuðu arabísku...

„Færeyjar með bestu stuðningsmenn í heimi“

Elias Ellefsen á Skipagøtu fer ekki ofan af því að stuðningsmenn færeyska landsliðsins í handknattleik séu þeir bestu í heimi. Færeyjar knúðu fram dramatískt 28:28 jafntefli gegn Sviss í fyrstu umferð D-riðils Evrópumótsins í Unity Arena í Bærum í Noregi...

Um höfund

Athugsemdir við greinar merktar handbolti.is sendist á netfangið [email protected]. Flestar fréttir sem birtar undir þessari merkingu eru tilkynningar sem berast til ritstjórnar eða annað efni sem unnið er utan hennar að undskildu aðsendu efni sem merkt er höfundi.
583 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -