- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Staðan er fín – allir með á fyrstu æfingu í Kristinstad Arena

„Staðan í leikmannahópnum er fín. Allir tóku þátt í góðri æfingu áðan að Þorsteini undanskildum,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik þegar handbolti.is hitti hann að máli í Kristianstad Arena á Skáni í kvöld. Farið er að hilla...

Ungverjar verða fyrir stór áfalli – Bánhidi varð eftir heima

Skarð er svo sannarlega fyrir skildi hjá ungverska landsliðinu í handknattleik á EM. Línumaðurinn sterki og stóri, Bence Bánhidi, verður ekki með vegna meiðsla í hné. Hann varð eftir heima þegar ungverska landsliðið lagði af stað til Kristianstad þar...

Gefa út EM-blað á íslensku í Kristianstad

Áhuginn fyrir komu Íslendinga til sænska bæjarins Kristianstad á Skáni er svo mikill að helsta dagblað bæjarins, Kristianstadbladet, hefur gefið út 16-síðna glæsilegt EM-blað sem allt er ritað á íslensku. Þar er mótið kynnt frá A til Ö fyrir...

Anton og Jónas dæma upphafsleik EM – Spánverjar á leik Íslands og Ítalíu

Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elísson dæma annan af tveimur upphafsleikjum Evrópumóts karla í handknattleik á fimmtudaginn. Þeir félagar dæma viðureign Spánar og Serbíu sem hefst klukkan 17 í Jyske Bank Boxen í Herning. Á sama tíma flauta Litáarnir...
- Auglýsing-

Ríflega tíundi hver Færeyingur verður á EM

Ríflega tíundi hver Færeyingur fylgir landsliðinu eftir á Evrópumótið í handknattleik karla sem hefst á föstudaginn. Rétt tæplega 6.000 aðgöngumiðar hafa verið seldir til Færeyinga eftir því sem Portal.fo segir frá. Íbúar í Færeyjum eru liðlega 55.000. Þetta jafngildir...

Annar lykilmaður færeyska landsliðsins í óvissu

Óli Mittún, einn öflugasti handknattleiksmaður Færeyja, æfði ekkert með landsliðinu í Þórshöfn í dag. Hann fór af leikvelli eftir 20 mínútur í viðureign Færeyinga og Ítala á sunnudaginn vegna eymsla í hásinum. Meiðsli Óla koma ofan í óvissu vegna...

Frakkar verða fyrir blóðtöku rétt fyrir EM

Franska landsliðið varð fyrir áfalli í morgun þegar hinn þrautreyndi Nedim Remili varð að draga sig út úr landsliðshópnum vegna tognunar í lærvöðva. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu franska handknattleikssambandsins hefur þátttaka Remili á Evrópumótinu verið útilokuð....

Handboltahöllin: Hvar var Framliðið?

Keppni hófst á nýjan leik í Olísdeild kvenna síðasta laugardag. Handboltahöllin, vikulegur þáttur um handbolta, hóf þar með göngu sína aftur eftir jólaleyfi. Í gærkvöld var rækilega farið yfir viðureignir 12. umferðar Olísdeildar kvenna. Þar á meðal leikur Reykjavíkurliðanna...
- Auglýsing-

Carlén kveður sænsku meistarana og flytur til Jótlands

Svíinn Oscar Carlén færir sig um set í sumar og tekur við þjálfun danska úrvalsdeildarliðsins Skjern. Carlén, sem er fyrrverandi handknattleiksmaður, hefur náð afar góðum árangri hjá Ystads IF en liðið varð síðast meistari undir hans stjórn á síðasta...

Fyrrverandi þjálfari Þórs kominn í nýtt starf

Stevče Alušovski fyrrverandi þjálfari Þórs á Akureyri hefur verið ráðinn þjálfari Norður-Makedóníumeistara Eurofarm Pelister. Alušovski tekur við Ruben Garabaya sem leystur var frá störfum á dögunum eftir skamma dvöl hjá félaginu. Alušovski tók við Þór sumarið 2021 en var látinn...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
18434 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -