- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Tveimur leikjum flýtt – efstu liðin í eldlínunni

Þriðja umferð Olísdeildar kvenna hefst í kvöld með tveimur leikjum. Efstu liðin tvö, ÍR og KA/Þór, verða í eldlínunni. ÍR tekur á móti Íslandsmeisturum Vals í Skógarseli klukkan 19.30. Klukkustund áður hefst í Sethöllinni á Selfoss viðureign Selfoss og...

Molakaffi: Popović, Abramović, Roganovic, Heindahl, Edwige, Óli

Bojana Popović aðstoðarþjálfari danska kvennalandsliðsins í handknattleik var í gær leyst frá störfum þjálfara hjá Budućnost, meistaraliði kvenna í Svartfjallalandi. Popović, sem er þekktasta handknattleikskona Svartfjallalands og fyrrverandi landsliðsmaður og þjálfari, hafði þjálfað Budućnost í rétt tæp fimm ár. Við...

Arnór og Jóhannes féllu úr leik – Dorgelo fór á kostum

TTH Holstebro, sem Arnór Atlason þjálfar og Jóhannes Berg Andrason leikur varð fyrsta liðið til þess að falla úr leik í 16-liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar í kvöld. Holstebro tapaði fyrir Sønderjyske, 27:20, á heimavelli í Sydjysk Sparekasse Skansen að...

Leikmenn höfðu fengið nóg af Guðmundi Þórði

Margir leikmenn danska úrvalsdeildarliðsins Fredericia HK höfðu fengið sig fullsadda á Guðmundi Þórði Guðmundssyni þjálfara þegar honum var sagt upp í gærmorgun. Svo segir danski handboltavefurinn HBOLD. Óánægja leikmanna með þjálfarann er ekki ný af nálinni og þeir lengi...
- Auglýsing-

Sekt vegna nafnlausra búninga á EM

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur sektað handknattleikssamband Litáen um 5.000 evrur, jafnvirði ríflega 700.000 kr vegna þess að búningar leikmanna 19 ára landsliðs kvenna voru ekki merktir með nöfnum í tveimur fyrstu leikjum Litáa á EM í Svartfjallalandi. Annar af leikjunum...

Baldur Fritz heldur áfram að raða inn mörkum

Markakóngur Olísdeildar karla á síðustu leiktíð, Baldur Fritz Bjarnason, hefur tekið upp þráðinn á nýhafinni keppnistíð og raðar inn mörkum. Baldur Fritz hefur skorað 28 mörk í þremur fyrstu leikjum ÍR á leiktíðinni, eða rúm níu mörk í leik. Bjarni...

Marel verður ekki oftar með Fram á leiktíðinni

Handknattleiksmaðurinn efnilegi Marel Baldvinsson leikur ekki fleiri leiki með Fram á keppnistímabilinu vegna alvarlegra hnémeiðsla. Þetta staðfesti Einar Jónsson þjálfari Fram við handbolta.is. Einar segir um „hrikalegt áfall“ að ræða fyrir lið Íslands- og bikarmeistarana enda Marel einn allra...

Þrír í liði umferðarinnar í annað sinn

Þrír leikmenn eru í öðru sinni á leiktíðinni í úrvalsliði umferðarinnar í Olísdeild karla hjá spekingum Handboltahallarinnar, vikulegs sjónvarpsþáttar í opinni dagskrá í sjónvarpi Símans. Lið þriðju umferðar var valið þegar umferðin var gerð upp í gærkvöld. Árni Bragi Eyjólfsson,...
- Auglýsing-

Svavar og Sigurður dæma hjá Íslendingum í Molde

Handknattleiksdómararnir Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson dæma öðru sinni á þessu keppnistímabili í Evrópukeppni félagsliða á laugardaginn þegar þeir mæta til viðureignar norska liðsins Molde og sænsku meistaranna Skara HF í 1. umferð forkeppni Evrópudeildar kvenna. Leikið...

Einar Bragi og Arnór létu til sína taka í Svíþjóð

Einar Bragi Aðalsteinsson var næst markahæstur hjá IFK Kristianstad þegar liðið hóf keppni í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi með jafntefli við lið Helsingborg, 30:30. Einar Bragi skoraði fimm mörk í níu skotum á leikvellinum í Helsingjaborg. IFK var tveimur mörkum...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
18198 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -