Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sópurinn varð eftir heima

Framarar virðast hafa gleymt sópnum heima í Lambhagahöllinni þegar þeir mættu til leiks við FH í Kaplakrika í gærkvöldi. Eftir tvo sigurleiki í röð þá féll leikmönnum Fram allur ketill í eld að þessu sinni gegn ákveðnum FH-ingum sem...

Selfyssingar eru komnir yfir í kapphlaupinu við Gróttu

Selfoss gerði sér lítið fyrir og lagði Gróttu öðru sinni í umspili Olísdeildar karla í handknattleik í gærkvöld, 37:35, þegar liðin mættust í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi. Selfyssingar hafa þar með náð yfirhöndinni í einvíginu um sæti í Olísdeildinni á...

Molakaffi: Musche, Gerard, Lenne, Frade

Matthias Musche leikur ekki með SC Magdeburg næstu mánuði. Hann reif hásin snemma leiks Magdeburg og Veszprém í Meistaradeild Evrópu í fyrrakvöld. Musche er enn einn leikmaður liðsins sem verður fyrir alvarlegum og langvarandi meiðslum á leiktíðinni.Franski markvörðurinn Vincent...

Enn eitt nauma tapið – Andri Már fór á kostum

Enn og aftur verða Rúnar Sigtryggsson og liðsmenn hans í Leipzig að sætta sig við naumt tap í leik í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Í kvöld tapaði Leipzig, 35:34, fyrir Rhein-Neckar Löwen í heimsókn til Mannheim. Löwen var...
- Auglýsing-

Leikir kvöldsins: Hvernig standa leikar?

FH og Fram mætast í þriðja sinn í undanúrslitum Olísdeildar karla í handknattleik í Kaplakrika klukkan 19.30. Fram vann tvo fyrstu leikina. Grótta og Selfoss eigast einnig við í þriðja sinn í úrslitum umspils Olísdeildar karla klukkan 19.30. Staðan...

Sá eftirsóttasti vill bara leika í heimalandinu

Eftirsóttasti leikmaður þýsku 1. deildarinnar í handknattleik er ungstirnið Marko Grgic leikmaður Eisenach. Víst er að piltur verður ekki áfram í herbúðum Eisenach. Hann hefur hinsvegar engan áhuga á að fara til félags utan Þýskalands en vill gjarnan komast...

Elín Jóna fær nýjan þjálfara

Elín Jóna Þorsteinsdóttir landsliðsmarkvörður og leikmaður Aarhus Håndbold fær nýjan þjálfara til liðsins á næstu vikum. Jeppe Vestergaard Kristensen sem stýrði liðinu í vetur var gert að taka pokann sinn eftir að liðið féll úr dönsku úrvalsdeildinni eftir...

Styttist í HM 21 árs landsliða – æfinga- og keppnishópur valinn

Einar Andri Einarsson og Halldór Jóhann Sigfússon þjálfarar 21 árs landsliðs karla í handknattleik hafa valið æfinga- og keppnishóp til undirbúnings og síðar þátttöku á heimsmeistaramóti 21 árs landsliða sem stendur yfir í Póllandi frá 18. til 29. júní.Sextán...
- Auglýsing-

Dagskráin: Verður sópur á lofti í Kaplakrika? – Selfoss sækir Gróttu heim

Ekkert lát er á úrslitakeppni Olísdeildar karla í handknattleik né umspilinu um sæti í sömu deild. Tvær viðureignir fara fram í kvöld í hvorri keppni.Fram, sem er í kjörstöðu í rimmu sinni við FH, sækir Íslandsmeistarana heim í Kaplakrika...

Góð von ríkir þrátt fyrir eins marks tap í Nantes

Portúgalska meistaraliðið Sporting frá Lissabon, sem Orri Freyr Þorkelsson leikur með, á góða möguleika á að tryggja sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildar karla í handknattleik þrátt fyrir eins marks tap fyrir Nantes í Frakklandi í gærkvöld, 28:27, í fyrri...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
16845 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -