Ívar Benediktsson
- Auglýsing -
- Auglýsing -
Efst á baugi
Evrópubikarmeistarar í Evrópudeildina – Selfoss brýtur blað – Haukar halda áfram
Evrópubikarmeistarar Vals í handknattleik kvenna ætla sér ekki að verja titilinn á næstu leiktíð heldur hefur stefnan verið sett skör hærra með því að senda inn umsókn til þátttöku í Evrópudeildinni. Ekki liggur fyrir hvort Valur kemst beint í...
Efst á baugi
Fram, Stjarnan og FH leika í Evrópu – Valur situr hjá
Íslandsmeistarar Fram hafa skráð sig til leiks í Evrópudeildina í handknattleik karla á næsta keppnistímabili. Ísland mun þar með eiga tvö lið í keppninni í haust því eins og handbolti.is sagði frá á dögunum er mikill hugur í stjórnendum...
Efst á baugi
Flugeldasýning í Katowice – 28 mörk í síðari hálfleik
Íslenska landsliðið vann sannkallaðan stórsigur á landsliði Marokkó, 48:28, í síðari viðureign sinni í milliriðlakeppni heimsmeistaramóts 21 árs landsliða í Katowice í Póllandi í morgun. Þar með vinnur Ísland milliriðil þrjú í keppni liðanna í neðri hluta mótsins, sæti...
Myndskeið
Beint: Ísland – Marokkó, kl. 9.45
Landslið Íslands og Marokkó mætast í síðari umferð milliriðils 3 í keppni um sæti 17 til 32 á heimsmeistaramóti 21 árs landsliða í handknattleik karla í Katowice í Póllandi klukkan 9.45.Hér fyrir neðan er hlekkur á streymi frá leiknum.https://www.youtube.com/watch?v=kIeuKs2oCgw
- Auglýsing-
Fréttir
Molakaffi: Gros, til Þýskalands, áskorun, Lassen, leikið á ný
Slóvenska handknattleikskonan Ana Gros hefur samið við franska liðið Brest Bretagne til tveggja ára. Brest varð í öðru sæti frönsku 1. deildarinnar í vetur sem leið og lék í Meistaradeildinni. Gros lék áður með Brest frá 2018 til 2021....
Efst á baugi
Víkingur semur við Þorfinn Mána til tveggja ára
Vinstri hornamaðurinn Þorfinnur Máni Björnsson hefur framlengt samning sinn við Víking til næstu tveggja ára. Þorfinnur Máni hefur verið fastamaður í meistaraflokki undanfarin ár eftir að hann kom til félagsins frá Haukum. Hann hefur vaxið jafnt og þétt í...
Fréttir
Færeyingar lögðu Frakka og eru komnir í átta liða úrslit HM
Færeyingar gerðu sér lítið fyrir og unnu Frakka, 28:27, í fyrri umferð milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik karla, skipað leikmönnum 21 árs og yngri í Póllandi í dag. Þar með er færeyska liðið komið í átta liða úrslit mótsins líkt...
Fréttir
Carlén orðaður við þjálfarastarfið hjá Leipzig
Svíinn Oscar Carlén er talinn vera einn þeirra þjálfara sem til greina kemur sem eftirmaður Rúnars Sigtryggssonar í stól þjálfara þýska handknattleiksliðsins SC DHfK Leipzig. SportBild í Þýskalandi, sem oft hefur hitt naglan á höfuðið, segir að Carlén hafi...
- Auglýsing-
Efst á baugi
Rúnar ráðinn í fullt starf hjá Íslandsmeisturunum
Handknattleiksmaðurinn Rúnar Kárason hefur verið ráðinn í fullt starf hjá Íslandsmeisturum Fram sem hann ætlar að sinna samhliða því að leika áfram með liði félagsins. Handknattleiksdeild Fram sagði frá því í dag að Rúnar hafi skrifað undir nýjan leikmanna...
Fréttir
Vandalaust gegn Mexíkó – uppgjör við Marokkó bíður
Íslenska landsliðið í handknattleik karla, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, vann öruggan sigur á landsliði Mexíkó, 41:24, í fyrri leik sínum í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins, meðal liða sem leika um sæti 17 til 32, í Katowice í Póllandi. Staðan...
Um höfund
Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020.
Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995.
[email protected]
16460 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -