Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Elísa tognaði á ökkla – óvíst hvort meiðslin eru alvarleg

Landsliðskonan öfluga Elísa Elíasdóttir meiddist á hægri ökkla á síðustu mínútu sigurleiks Íslands á Ísrael í umspili um sæti á heimsmeistaramótinu í handknattleik í kvöld, 39:27. Í hraðaupphlaupi rakst Elísa, sem ekki var með boltann, utan í eina af...

„Ég átti von á hverju sem er“

„Ég er heilt yfir sáttur með leikinn. Ég er ánægður með hvernig stelpurnar kláruðu þetta verkefni eftir mjög sérstaka daga. Ég átti þess vegna von á hverju sem er. Það er karakter í þeim,“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari kvenna...

„Ég er stolt af liðinu“

„Fyrri hálfleikur var mjög góður og lagði grunninn að sigrinum. Fagleg frammistaða,“ sagði Steinunn Björnsdóttir fyrirliði íslenska landsliðsins eftir að það vann ísraelska landsliðið, 39:27, í fyrri viðureign þjóðanna í umspili HM kvenna í kvöld.„Næst á dagskrá er að...

Stórsigur við sérstæðar aðstæður

Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna vann ísraelska landsliðið örugglega, 39:27, í fyrri viðureign þjóðanna í umspili heimsmeistaramótsins í kvöld. Staðan í hálfleik var 20:10. Eftir leiknum í kvöld að dæma þá á íslenska landsliðið greiða leið áfram á heimsmeistaramótið....
- Auglýsing-

Níu marka sigur Fredericia sem færðist upp í 3. sæti

Fredericia HK færðist upp í þriðja sæti dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í dag með öruggum sigri á GOG, 28:20, á heimavelli í næst síðustu umferð deildarinnar. Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði eitt mark fyrir Fredericia HK í leiknum en Guðmundur...

Anna Þyrí skrifar undir tveggja ára samning

Anna Þyrí Halldórsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við KA/Þór og leikur því áfram með liðinu en KA/Þór tryggði sér aftur sæti í Olísdeildinni í handbolta með sannfærandi sigri í Grill 66-deildinni í vetur.Anna Þyrí sem er...

Drammen HK var hótað sekt og keppnisbanni

Forráðamaður norska handknattleiksliðsins Drammen HK sagði að félaginu hafi verið hótað sekt frá Handknattleikssambandi Evrópu, EHF, upp á jafnvirði 6,5 milljóna króna ef það neitaði að mæta ísraelska félagsliðinu í Evrópubikarkeppni karla í handknattleik síðasta haust. Auk sektar átti...

Stefnir í að kona taki við danska landsliðinu í fyrsta sinn í nærri 60 ár

Danskir fjölmiðlar fullyrða að Helle Thomsen verði næsti þjálfari danska kvennalandsliðsins í handknattleik. Thomsen verður þar með fyrsta konan í nærri sex áratugi til þess að þjálfa danska kvennalandsliðið. Jesper Jensen stýrir danska landsliðinu í síðasta sinn í tveimur...
- Auglýsing-

Síðast vann Ísland með samanlagt 17 marka mun

Fyrri viðureign íslenska landsliðsins og þess ísraelska í umspili heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik fer fram í kvöld. Síðari viðureignin verður háð annað kvöld. Samanlagður sigurvegari leikjanna öðlast keppnisrétt á heimsmeistaramótinu sem haldið verður í Holland og Þýskalandi 26. nóvember...

Molakaffi: Dagur, Gérard, Portner, Damgaard, Adzic

Dagur Gautason lék ekkert með Montpellier í gær þegar liðið vann Limoges, 31:25, í undanúrslitum frönsku bikarkeppninnar í handknattleik. Dagur var í leikmannahópi Montpellier. PSG og Chambéry mætast í hinni viðureign undanúrslita í dag. Evrópumeistarar Barcelona staðfestu í gær að...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
16881 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -