Fréttir
Birta Rún í úrvalsdeildina með Fjellhammer – Volda tapaði og fer í umspil
Birta Rún Grétarsdóttir og liðsfélagar í Fjellhammer tryggðu sér í dag sæti í norsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Fjellhammer vann Volda, 33:27, í úrslitaleik um efsta sætið í næst efstu deild norska handknattleiksins í dag. Fjellhammer og Volda voru...
Fréttir
Ýmir Örn og félagar settu strik í toppbaráttuna
Ýmir Örn Gíslason og liðsfélagar í Göppingen settu strik í toppbaráttuna í Þýskalandi í dag þegar þeir óvænt lögðu Hannover-Burgdorf, 36:30, í Hannover. Þar með tókst Hannover-Burgdorf ekki að endurheimta efsta sæti 1. deildar en liðið var efst fyrir...
Efst á baugi
Kolstad í öðru sæti – Drammen náði síðasta sætinu í úrslitakeppninni
Þrátt fyrir átta marka sigur á Sandnes á útivelli í síðustu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í dag, 33:25, varð Íslendingaliðið Kolstad að gera sér annað sætið að góðu, stigi á eftir Elverum sem varð norskur meistari í fyrsta sinn frá...
Fréttir
Guðmundur sæmdur heiðurskrossi ÍSÍ og gullkrossi HSÍ
Guðmundur B. Ólafsson var sæmdur heiðurskrossi ÍSÍ fyrir framúrskarandi störf fyrir HSÍ er hann lét af embætti formanns HSÍ á ársþingi sambandsins í gær eftir 12 ár og alls 16 ár í stjórn sambandsins. Guðmundur hlaut einnig gullkross HSÍ,...
- Auglýsing-
Efst á baugi
Donni fetaði í fótspor Rúnars
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, var valinn leikmaður marsmánaðar í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Donni, sem leikur með Skanderborg AGF, skoraði 31 mark og gaf 16 stoðsendingar í leikjum Skanderborg AGF í mánuðinum. Þar skoraði hann átta mörk og gaf...
Efst á baugi
Molakaffi: Orri, Tumi, Viktor, Axel, Elías
Orri Freyr Þorkelsson og liðsfélagar í Sporting Lissabon unnu annan leik sinn í úrslitakeppni fjögurra efstu liðanna í portúgölsku 1. deildinni í gær. Þeir lögðu Marítimo Madeira Andebol SAD, 35:24, á heimavelli. Orri Freyr skoraði tvö mörk, annað úr...
Fréttir
Óðinn Þór deildarmeistari í – fimmti markahæstur
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sex mörk, þar af fimm úr vítaköstum, þegar Kadetten Schaffhausen tapaði fyrir GC Amicitia Zürich, 32:28, í Zürich í gær í svissnesku A-deildinni í handknattleik. Þar með lauk deildarkeppninni í Sviss. Kadetten Schaffhasuen varð deildarmeistari...
Fréttir
Bergischer HC jók forskot sitt á toppnum
Bergischer HC, sem Arnór Þór Gunnarsson þjálfar í samvinnu við Markus Pütz, jók forskot sitt í þýsku 2. deildinni í gær þegar liðið vann HC Elbflorenz, 30:22, á útivelli. Á sama tíma gerði GWD Minden, sem er í öðru...
Efst á baugi
Ævintýralegt jöfnunarmark eftir sendingu frá Viggó
Viggó Kristjánsson og félagar í HC Erlangen kræktu í eitt stig á ævintýralegan hátt gegn efsta liði þýsku 1. deildarinnar, Füchse Berlin, á heimavelli í kvöld. Marek Nissen skoraði jöfnunarmarkið, 31:31 á síðustu sekúndu leiksins eftir að Viggó vann...
Efst á baugi
Valsmenn gerðu út um vonir Stjörnunnar í upphafi síðari hálfleiks
Valur átti ekki í teljandi vandræðum með Stjörnuna í fyrstu viðureign liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Olísdeildar karla í handknattleik í N1-höllinni á Hlíðarenda í kvöld. Þegar upp var staðið munaði níu mörkum á liðunum, 30:21. Staðan í...
Um höfund
Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020.
Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995.
[email protected]
15769 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -