- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Daníel Freyr sló Aron Dag og félaga út af laginu

Markvörðurinn Daníel Freyr Andrésson átti afar góðan leik á bak við sterka vörn Guif-liðsins í kvöld þegar Guif lagði Alingsås, 25:21, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik þegar liðin mættust í Eskilstuna. Guif lagði grunn að sigrinum í fyrri hálfleik...

Bjarki Már fór á kostum – óvænt tap Melsungen fyrir botnliðinu

Bjarki Már Elísson fór á kostum og var markahæsti leikmaður vallarins þegar lið hans, Lemgo, vann Nordhorn með sjö marka mun á heimavelli, 36:29, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld. Bjarki Már skoraði átta mörk, ekkert þeirra...

EM: Óstöðvandi Króatar – rússneska vélin mallar áfram

Króatar halda sigurgöngu sinni áfram á EM kvenna í handknattleik. Í dag lögðu þeir Rúmena að miklu öryggi, 25:20, í fyrsta leik í milliriðli tvö sem leikinn er í Kolding. Þar með eru Króatar komnir í dauðafæri við að...

HSÍ hefur fengið undanþágu til æfinga liða í Grill-deildum

Heilbrigðisráðuneytið hefur samþykkt undanþágubeiðni HSÍ um æfingar liða í Grill 66 deildunum, æfingar geta því hafist í dag. Þessi undanþágubeiðni gildir meðan núverandi reglugerð er í gildi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Handknattleikssambandið var að senda frá sér....
- Auglýsing-

Íslendingalið fær ríkisaðstoð

Þýska handknattleiksliðið Rhein-Neckar Löwen, sem íslensku landsliðsmennirnir Alexander Petersson og Ýmir Örn Gíslason leika með, hefur fengið 800.000 evrur í ríkisaðstoð síðan kórónuveirfaraldurinn reið yfir. Þessi upphæð nemur um 123 milljónum króna.Þetta kemur fram í viðtali Jennifer Kettemann,...

Fagnar afléttingum – staða ungmenna er áfram áhyggjuefni

„Við fögnum því að hægt sé að fá undanþágu til æfinga hjá liðum í næst efstu deild og höfum þegar sótt um. Vonandi fæst hún í dag," sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ við handbolta.is um þær til tilslakanir...

EM: Flautað til leiks í milliriðlum

Millriðlakeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik hefst í kvöld með fjórum leikjum, tveimur í hvorum milliriðli fyrir sig. Frá og með morgundeginum til og með mánudeginum verða tveir leikir dag hvern. Aftur fara fram fjórir leikir á síðasta keppnisdegi milliriðla...

Molakaffi: Tognaður á nára, skoraði ekki, óánægja á EM, fengu útivistarleyfi

Bjarni Ófeigur Valdimarsson lék ekki með Skövde á heimavelli í gærkvöldi þegar liðið tapaði fyrir Sävehof, 32:23, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Bjarni Ófeigur tognaði aðeins í nára  á dögunum. „Ekkert alvarlega en menn vildu ekki taka neina áhættu...
- Auglýsing-

Valinn í lið 11. umferðar eftir 10 marka leik

Ómar Ingi Magnússon fór á kostum með SC Magdeburg um síðustu helgi þegar liðið vann Lemgo í hörkuleik á heimavelli, 30:28. Hann skoraði 10 mörk í leiknum og var verðlaunaður með því að vera valinn í lið 11. umferðar...

Roland og félagar fögnuðu í Nantes

Úkraínska meistararliðið Motor Zaporozhye, hvar Roland Eradze er aðstoðarþjálfari, gerði sér lítið fyrir og lagði franska liðið Nantes í Frakklandi í kvöld í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Um sannkallaðan hörkuleik var að ræða þar sem sauð á keipum....

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
14750 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -