Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Halda sig við tvo leikstaði

Danska handknattleikssambandið ætlar að halda sig við tvo leikstaði þegar Evrópumót kvenna í handknattleik fer þar fram að hluta til í desember. Danir verða gestgjafar mótsins á ásamt Norðmönnum sem ætla að fækka keppnisstöðum úr þremur í einn eins...

Hverjir fóru og hverjir komu?

Sjö handknattleiksmenn fluttu heim í sumar og gengu til liðs við félögin í Olísdeild karla en keppni í deildinni hefst í kvöld. Sex leikmenn fóru hinsvegar hina leiðina, þ.e. frá félögum í Olísdeildinni og út til Evrópu.Komu heim:Björgvin Páll...

Tveir Íslendingar í liði umferðarinnar

Tveir íslenskir handknattleiksmenn eru í liði annarrar umferðar í dönsku úrvalsdeildinni en við val á liðinu er litið til nokkurra tölfræðiþátta og þannig metin frammistaða leikmanna í einstökum leikstöðum vallarins.Elvar Örn Jónsson hjá Skjern skaraði fram úr öðrum leikmönnum...

Gleðjast nú halur og fljóð

Sex mánuðum eftir að keppni var hætt í Olísdeildum karla og kvenna verður flautað til leiks í kvöld. Handboltinn fer loksins aftur af stað eftir lengsta hlé sem hefur verið á milli móta um langt árabil. Skal maður ætla...
- Auglýsing-

Byrjar á að taka út leikbann

Orri Freyr Þorkelsson, hornamaður Hauka, byrjar leiktíðina í Olísdeildinni í leikbanni.Hann tekur út leikbann sem hann fékk eftir undanúrslitaleikinn gegn ÍBV í byrjun mars. Orri fékk tveggja leikja bann eftir brot snemma leiks í tapi Hauka á...

Lék síðast heima í fjórða flokki

Handknattleiksmaðurinn Sigtryggur Daði Rúnarsson lék sinn fyrsta opinbera keppnisleik í meistaraflokki hér á landi á sunnudagskvöldið þegar hann klæddist treyju ÍBV gegn Val í Meistarakeppni HSÍ. Það væri svo sem ekki frásögur færandi ef hann væri ekki orðinn 24...

Blóðtaka fyrir Valsliðið

Kvennalið Vals í handknattleik hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku nú rétt áður en flautað verður til leiks í Olísdeildinni. Ragnheiður Sveinsdóttir var að slíta krossband og leikur ekkert með Valsliðinu á leiktíðinni sem hefst á föstudaginn í kvennaflokki.Þessi tíðindi...

Birkir sleit hásin í kvöld

Örvhenta stórskyttan, Birkir Benediktsson, sleit hásin á æfingu hjá Aftureldingu í kvöld og var umsvifalaust fluttur á sjúkrahús. Þetta er gríðarlegt áfall fyrir Aftureldingu og Birki aðeins sólarhring áður en flautað verður til fyrsta leiks liðsins í Olísdeildinni í...
- Auglýsing-

Átakalítill upphafsleikur

Eins og við var að búast þá var lið Helvetia Anaitasuna þeim Aroni Pálmarssyni og samherjum í Barcelona ekki mikil fyrirstaða í kvöld í upphafsleik þeirra í spænsku 1. deildinni í handknattleik. Lokatölur voru 31:18 en að loknum fyrri...

Íslendingar á sigurbraut

Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður, og samherjar hans í GOG fögnuðu góðum sigri í kvöld á Bjerringbro/Silkeborg, 36:31, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik en leikið var á heimavelli síðarnefnda liðsins. GOG var marki yfir að loknum fyrri hálfleik,...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
13915 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -