- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslendingarnir fóru á kostum

Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður íslenska landsliðsins og GOG í Danmörku. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður, og Sveinn Jóhannsson fóru á kostum þegar þeir mættust með liðunum sínum, GOG og SönderjyskE, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag.

GOG vann leikinn örugglega, 35:27, og heldur öðru sæti deildarinnar stigi á eftir Aalborg sem lagði Skjern eins og fjallað er um í annarri grein á handbolta.is.

Viktor Gísli stóð í marki GOG um helming leiktímans og varði 11 skot, var með 44% hlutfallsmarkvörslu. Gamla brýnið Sören Haagen varði litlu minna hinn hluta leiksins.

Sveinn Jóhannsson leikmaður SönderjyskE var í miklum ham í Gudme í dag. Mynd/SönderkyskE

Sveinn Jóhannsson sprakk hinsvegar hressilega út í leiknum og lék vafalítið sinn allra besta leik með SönderjyskE á leiktíðinni. Fyrir utan að vera sterkur í vörninni þá skoraði Sveinn átta mörk í níu skotum af línunni. Varnarmönnum GOG gekk hörmulega að koma böndum á Svein sem var markahæsti leikmaður liðsins.

SönderjyskE er í níunda sæti deildarinnar með níu stig eftir 11 leiki en 14 lið skipa dönsku úrvalsdeildina.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -