Ívar Benediktsson
- Auglýsing -
- Auglýsing -
Efst á baugi
Kvöldkaffi: Tryggvi, Döhler, Dagur, Elías, Tumi, Tryggvi, Grétar, Viktor
Tryggvi Þórisson skoraði fjögur mörk fyrir Elverum í stórsigri liðsins á Sandefjord, 43:15, í norsku úrvalsdeildinni í dag. Elverum hafði mikla yfirburði í leiknum og var 16 mörkum yfir í hálfleik, 23:8. Elverum er efst í norsku úrvalsdeildinni með...
Efst á baugi
Jafntefli í botnslagnum hjá Arnóri og Blæ
Tvö neðstu lið þýsku 1.deildarinnar í handknattleik, Bergischer HC og Leipzig, skildu jöfn, 28:28, í Uni-Halle, heimavelli Bergischer HC í kvöld. Blær Hinriksson og félagar í Leipzig skoruðu tvö síðustu mörk leiksins og náðu þar með að tryggja...
Efst á baugi
Þrjú Íslendingalið standa vel að vígi
Amo HK, IF Sävehof og IFK Kristianstad unnu fyrri viðureignir sína í átta liða úrslitum sænsku bikarkeppninnar í handknattleik karla í dag. Íslendingar komu við sögu í öllum viðureignum.Birgir Steinn Jónsson skoraði fjögur mörk í fjögurra marka sigri IF...
Efst á baugi
Víkingur og Grótta áfram í efstu sætum
Víkingur og Grótta eru áfram lang efst í Grill 66-deild karla í handknattleik. Áfram munar einu stigi á liðunum tveimur, Víkingi í vil. Víkingar lögðu Selfoss 2 í Sethöllinni á Selfossi í dag með sjö marka mun, 39:32.Á...
- Auglýsing-
Efst á baugi
Valur, KA/Þór, ÍR og Haukar unnu leiki sína
Valur vann ÍBV, 33:30, í uppgjöri liðanna tveggja sem voru efst í Olísdeild kvenna í handknattleik þegar þráðurinn var tekinn upp á ný í dag eftir hlé vegna landsleikja. Valur situr einn í efsta sæti deildarinnar með 10 stig...
Efst á baugi
Viktor byrjaði vel með Fram – ÍBV batt enda á sigurgöngu KA-manna
ÍBV batt enda á fjögurra leikja sigurgöngu KA-manna í Olísdeild karla í handknattleik í Vestmannaeyjum í dag, 36:34. Um leið færðist liðið upp að hlið Vals og KA með 10 stig þegar átta umferðum er lokið.Framarar gerðu það gott...
Efst á baugi
Öruggt hjá Aldísi Ástu og Lenu Margréti
Svíþjóðarmeistarar Skara HF með íslensku handboltakonurnar Aldísi Ástu Heimisdóttur og Lenu Magréti Valdimarsdóttur innan sinna raða, unnu öruggan sigur á Kungälvs, 31:22, á heimavelli í dag í 5. umferð deildarinnar. Með sigrinum færðist liðið upp í 5. sæti deildarinnar...
Efst á baugi
Kæti í Ringsted – skiptur hlutur í Skanderborg
Guðmundur Bragi Ástþórsson og Ísak Gústafsson fögnuðu sigri í dag með TMS Ringsted á heimavelli er liðið lagði Nordsjælland, 37:34, í níundu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Með sigrinum færðist Ringsted upp í 10. sæti deildarinnar með sjö stig...
- Auglýsing-
Efst á baugi
Leik Harðar og Vals 2 frestað
Viðureign Harðar og Vals 2 í Grill 66-deild karla í handknattleik sem fram átti að fara á Ísafirði á morgun, sunnudag, hefur verið frestað. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu Harðar.Nýr leikdagur verður ákveðinn síðar.
Grill 66-karla
Dagskrá: Keppni hefst á ný í Olísdeild kvenna – alls átta leikir í þremur deildum
Keppni hefst á nýjan leik í Olísdeild kvenna í handknattleik í dag eftir nokkurt hlé vegna landsleikja. Farið verður af stað af krafti. Fjórir leikir eru á dagskrá og hefst sá fyrsti klukkan 14 þegar efstu lið deildarinnar, Valur...
Um höfund
Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020.
Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995.
[email protected]
17676 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -



