- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Donni kom mikið við sögu – stig hjá Elvari og Ágústi

Jafntefli varð í viðureign Skanderborg AGF og Ribe-Esbjerg í 24. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í Skanderborg í kvöld, 25:25. Með sigrinum færðist Skanderborg AGF aftur upp í þriðja sæti deildarinnar með 31 stig, einu stigi ofar en Mors-Thy....

Tryggvi og félagar unnu eftir framlengingu – mæta Ystads í undanúrslitum

HF Karlskrona er fallið úr leik í úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik karla. Karlskrona tapaði í þriðja sinn fyrir IK Sävehof í kvöld, 33:30. Leikið var á heimavelli Sävehof sem tapaði einum af fjórum viðureignum í úrslitakeppninni. Sävehof mætir...

Olísdeild kvenna – leikjavakt, síðustu leikir

21. og síðasta umferð Olísdeildar kvenna hófst klukkan 19.30. Hér fyrir neðan er hægt að fylgjast með stöðunni í hverjum leik fyrir sig með því að smella á hlekkina fyrir aftan heiti liðanna sem mætast. Neðst er staðan í...

Leikið fyrir luktum dyrum í Búlgaríu á mánudaginn

Síðari leikur RK Partizan Belgrad og AEK Aþenu í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppni karla í handknattleik fer fram á mánudaginn 7. apríl í Shumen í austurhluta Búlgaríu. Leikurinn fer fram fyrir luktum dyrum og hefst klukkan níu árdegis að...
- Auglýsing-

Ethel og Valgerður hjá Fram til ársins 2028

Ethel Gyða Bjarnasen, markvörður, og Valgerður Arnalds, leikstjórnandi, hafa skrifað undir nýja samninga við Fram. Gilda samningarnir til næstu þriggja ára.Ethel Gyða, fædd 2005, er einn efnilegasti markmaður landsins og er nú að spila sitt annað tímabil með Fram...

Róbert Snær framlengir veruna í Skógarseli

Róbert Snær Örvarsson hefur framlengt samningi sínum við handknattleiksdeild ÍR til ársins 2027. Róbert er uppalinn ÍR-ingur og hefur spilað lykilhlutverk á báðum endum vallarins undanfarin þrjú tímabil. Hann skoraði 70 mörk í 21 leik í vetur í Olísdeildinni.Róbert...

Axel er norskur meistari

Axel Stefánsson varð í gær norskur meistari í handknattleik kvenna með Storhamar Håndball Elite. Axel er einn þjálfara liðsins. Hann kom aftur inn í þjálfarateymið í desember eftir nokkurra mánaða fjarveru. Storhamar innsiglaði sinn fyrsta meistaratitil með sigri á...

Dagskráin: Þriggja liða barátta um þrjú neðstu sætin

Síðasta umferð Olísdeildar kvenna verður leikin í kvöld með fjórum viðureignum sem allar hefjast klukkan 19.30. Víst er fyrir leikina í kvöld að Valur er deildarmeistari og Fram hafnar í öðru sæti. Liðin tvö sitja yfir í fyrstu umferð...
- Auglýsing-

Molakaffi: Köster, Reinkind, Barthold, Blonz, Rahmel, Pankofer, Stanko

Þýski landsliðsmaðurinn Julian Köster verður frá keppni með Gummersbach næstu vikurnar vegna hnémeiðsla. Talið er sennilega að Köster geti ekki verið með þýska landsliðinu í fyrri hluta maí í síðustu leikjum undankeppni EM 2026 gegn Austurríki og Tyrklandi. Norski landsliðsmaðurinn...

Valdir kaflar: Füchse Berlin – Industria Kielce

Hér fyrir neðan eru valdir kaflar úr leik Füchse Berlin og Indurstria Kielce í síðari umferð útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla sem fram fór í kvöld í Berlín í Þýskalandi.https://www.youtube.com/watch?v=Z8OashLBGIc

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
15772 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -