Ívar Benediktsson
- Auglýsing -
- Auglýsing -
Efst á baugi
Send í ótímabundið leyfi vegna leiðinda
Christina Pedersen leikmaður danska úrvalsdeildarliðsins Viborg og markahæsti leikmaður síðustu leiktíðar hefur verið send í ótímabundið leyfi frá æfingum hjá félaginu. Mikill órói hefur verið innan liðsins síðustu vikur og mánuði eftir því sem danskir fjölmiðlar segja frá. Með...
Efst á baugi
Molakaffi: Haukur, Blær, Elvar, Ómar, Viktor, Jóhannes
Haukur Þrastarson skoraði fjögur mörk í fyrsta æfingaleik Rhein-Neckar Löwen í gær þegar liðið vann smáliðið HG Oftersheim/Schwetzingen, 46:28, á æfingamóti. Haukur og félagar mæta Göppingen á æfingamótinu í dag en sem kunnugt er þá er Ýmir Örn Gíslason...
Efst á baugi
Egyptalandsfararnir hafa verið valdir
Heimir Ríkarðsson og Maksim Akbachev þjálfarar 19 ára landsliðs karla hafa valið þá 16 leikmenn sem þeir ætla að tefla fram á heimsmeistaramótinu sem hefst í Kaíró í Egyptalandi miðvikudaginn 6. ágúst. Fimmtán af sextán leikmönnum sem skipuðu liðið...
Yngri landslið
Ljóst hvaða þjóðum Ísland mætir í úrslitaleikjum morgundagsins í Skopje
Landslið Þýskalands verður andstæðingur 17 ára landsliðsins í úrslitaleik handknattleikskeppni pilta á Ólympíudögum Æskunnar í Skopje í Norður Makedóníu á morgun. Þýskaland vann öruggan sigur á Króatíu, 35:23, í undanúrslitum síðdegis.Íslenska liðið vann Ungverja með nokkrum yfirburðum, 40:32 í...
- Auglýsing-
Efst á baugi
Bronsverðlaunaleikur bíður stúlknanna í Skopje
Stúlkurnar í 17 ára landsliðinu töpuðu fyrir þýska landsliðinu, 28:24, í undanúrslitaleik á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Skopje í Norður Makedóníu í dag. Íslenska liðið leikur um bronsverðlaun á hátíðinni á morgun gegn Hollandi eða Sviss sem mætast á eftir...
Efst á baugi
Burstuðu Ungverja og leika um gullverðlaun
Piltarnir í 17 ára landsliðinu í handknattleik leika til úrslita á morgun á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Skopje í Norður Makedóníu. Síðar í dag skýrist hvort þeir mæta landsliði Þýskalands eða Króatíu. Íslensku piltarnir unnu stórsigur á ungverska landsliðinu í...
Yngri landslið
Undanúrslitaleikir hjá 17 ára landsliðunum
17 ára landsliðs pilta og stúlkna leika bæði í undanúrslitum í dag á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Skopje í Norður Makedóníu. Stúlknalandsliðið mætir þýska landsliðinu en piltarnir leika við ungverska landsliðið.Báðar viðureignir hefjast klukkan 14 að íslenskum tíma. Mögulegt er...
Efst á baugi
Molakaffi: Satchwell, Blonz, metaðsókn, kveðjuleikur, Eggert
Nicholas Satchwell fyrrverandi markvörður KA og áður markvörður færeyska landsliðsins hefur skrifað undir nýjan samning um áframhaldandi þjálfun kvennaliðs Neistans í Þórshöfn í Færeyjum. Satchwell tók við þjálfun liðsins á síðustu leiktíð þegar hann varð að leggja skóna á...
- Auglýsing-
Efst á baugi
Fyrsti leikur Fram í Evrópudeildinni verður á heimavelli
Íslands- og bikarmeistarar Fram hefja keppni í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik karla á heimavelli þriðjudaginn 14. október. Andstæðingurinn verður annað hvort slóvenska liðið Gorenje Velenje eða HC Kriens-Luzern frá Sviss. Liðin eiga eftir að gera upp reikningana í forkeppninni...
Efst á baugi
EHF krefst tafarlausra svara frá Þýskalandi
Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur gefið þýska handknattleiksliðinu HB Ludwigsburg frest til mánudagsins 28. júlí til að gera hreint fyrir sínum fjárhagslegu dyrum eftir að rekstrarfélag liðsins fór fram á gjaldþrotaskipti í fyrradag. Vafi leikur á framtíð liðsins eins og...
Um höfund
Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020.
Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995.
[email protected]
16769 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -