- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þriðji Framarinn kveður – Gauti fer til Noregs

Þorsteinn Gauti Hjálmarsson hefur samið við norska úrvalsdeildarliðið Sandefjord Håndball. Frá þessu segir í tilkynningu handknattleiksdeildar Fram. Gauti er þriðji leikmaður Íslandsmeistaraliðs Fram sem siglir á vit nýrra ævintýra eftir Íslands- og bikarmeistaratitilinn á síðustu leiktíð. Hinir eru Reynir...

Appelgren fór en Jensen kom

Eftir áratug hjá þýska liðinu Rhein-Neckar Löwen hefur sænski markvörðurinn Mikael Appelgren yfirgefið félagið og samið við ungverska meistaraliðið One Veszprém og verður þar með samherji Bjarka Más Elíssonar. Í stað Appelgren hefur Rhein-Neckar Löwen fengið danska markvörðinn Mike...

Enginn bilbugur á Moustafa – sækist eftir endurkjöri á heimavelli

Þrátt fyrir takmarkaðar vinsældir í Evrópu er engan bilbug að finna á hinum nærri 81 árs gamla, Hassan Moustafa forseta Alþjóða handknattleikssambandsins. Hann hefur ákveðið að gefa kost á sér til endurkjörs á 40. ársþingi Alþjóða handknattleikssambandsins sem fram...

Guðmundur Bragi verður samherji Ísaks

Eftir eins ár veru hjá danska úrvalsdeildarliðinu Bjerringbro/Silkeborg hefur Haukamaðurinn Guðmundur Bragi Ástþórsson gengið til liðs við annað danskt úrvalsdeildarlið, TMS Ringsted á Sjálandi. Hann verður þar með liðsfélagi Ísaks Gústafssonar sem einnig verður nýr liðsmaður. Saman voru þeir...
- Auglýsing-

Ungur Dani bætist í hópinn hjá Aftureldingu

Danski handknattleiksmaðurinn Oscar Lykke hefur skrifað undir samning við Aftureldingu. Lykke er 19 ára danskur leikmaður sem kemur til Aftureldingar frá TMS Ringsted í dönsku úrvalsdeildinni. Lykke getur spilað sem bæði vinstri skytta og miðjumaður. „Það er ánægjulegt að fá...

Molakaffi: Lofa sól, Poulsen, fá heimsókn, gengur ekki sem skyldi

Handknattleiksliðið Phoenix Sports Club, sem varð meistari í karlaflokki á Möltu hefur auglýst í Danmörku eftir handknattleiksfólki, bæði konum og körlum, til þess að leika með liðinu. Félagið segist geta boðið góða aðstöðu, samning til eins eða tveggja ára...

Stefnir ótrauð á að mæta til leiks eftir fæðingarorlof

Á dögunum var sagt frá því að ÍR hafi samið við Sif Hallgrímsdóttur markvörð fyrir næstu leiktíð í Olísdeildinni. Fyrir eru hjá ÍR markverðirnir Ingunn María Brynjarsdóttir og Hildur Øder Einarsdóttir. Ingunn María hyggur á námsdvöl í Danmörku frá hausti...

Íslendingar í eldlínunni strax í fyrstu umferð

Dregið hefur verið í fyrstu umferð þýsku bikarkeppninnar í handknattleik karla. Leikirnir eiga að fara fram 16. og 17. ágúst. Í pottinum voru nöfn 12 liða úr 3. deild og tíu liða sem voru í 2. deild á síðustu...
- Auglýsing-

Felix Már bætist í hópinn

Áfram bætist í leikmannahóp Víkings fyrir átökin í Grill 66-deild karla. Nýjasta viðbótin er vinstri skyttan Felix Már Kjartansson. Hann kemur til Víkinga frá HK en áður hefur Felix Már verið hjá Fram og eitt tímabil með Neistanum í...

Tólf lið og 22 umferðir í Grill 66-deild karla

Í fyrsta sinn um árabil verða 12 lið í Grill 66-deild karla á næstu leiktíð. Af þeim er helmingur þeirra „lið tvö“ frá félögum sem eiga lið í Olísdeild og tvö til viðbótar eru venslalið frá félögum úr sömu...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
18241 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -