- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Magnús Øder tekur áfram slaginn með meisturunum

Magnús Øder Einarsson fyrirliði Íslands- og bikarmeistara Fram hefur skrifað undir nýjan samning við félagið. Hann staðfesti þetta við handbolta.is í dag. Magnús Øder hefur verið í herbúðum Fram síðan í ársbyrjun 2022 er hann kom frá Selfossi. „Tímabilið verður...

Þrjú lið reyna með sér á Hafnarfjarðarmótinu

Þrjú lið reyna með sér í Hafnarfjarðarmótinu í handknattleik karla sem hefst á morgun, miðvikudag. Auk Hafnarfjarðarliðanna tveggja, FH og Hauka, mæta nýliðar Olísdeildarinnar, Þór, með lið sitt til leiks. Leikirnir fara fram í Kaplakrika á miðvikudag, föstudag og laugardag. 20....

Fyrsti samningur Hauks Leós hjá ÍBV

Haukur Leó Magnússon hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við meistaraflokk karla í handbolta hjá ÍBV. Haukur Leó er aðeins 17 ára gamall og leikur sem vinstri hornamaður, en hefur einnig sýnt mikinn styrk í varnarleiknum sem bakvörður. Hann kemur...

Dagskráin: Fyrstu leikir í kvennaflokki

Fyrstu leikir Ragnarsmóts kvenna í handknattleik fara fram í kvöld. Mótið hófst í gær með viðureignum í karlaflokki. ÍBV og HK skildu jöfn, 25:25, og Víkingur lagði Selfoss, 38:28. Lið Aftureldingar, ÍBV, Selfoss og Víkings reyna með sér í kvennaflokki....
- Auglýsing-

Molakaffi: Bundsen, Mørk, Gjekstad, Lunde, Johansen

Johanna Bundsen, markvörður sænska landsliðsins, hefur samið við frönsku meistarana Metz. Hún var hjá HB Ludwigsburg. Bundsen var á dögunum orðuð við þrjú rúmensk lið en þegar á hólminn var komið varð Frakkland ofan hjá Bundsen sem valin var...

Selfyssingar voru Víkingum engin fyrirstaða

Víkingur vann stórsigur á Selfoss, 38:28, í síðari leik kvöldsins í fyrstu umferð Ragnarsmóts karla í handknattleik í Sethöllinni á Selfossi. Verulegur munur var á liðunum nánast frá upphafi til enda. Víkingur var sjö mörkum yfir að lokum fyrri...

Skiptur hlutur í fyrsta leiknum á Selfossi

HK og ÍBV skildu jöfn, 25:25, í upphafsleik Ragnarsmótsins í handknattleik karla í Sethöllinni á Selfossi í kvöld. Einn af nýju leikmönnum ÍBV, Jakob Ingi Stefánsson, tryggði liðinu annað stigið. HK var tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik,...

Ragnarsmótið hefst á Selfossi í kvöld

Eitt elsta og virtasta æfingamót Íslands, Ragnarsmótið í handbolta, hefst í Set-höllinni á Selfoss í kvöld. Að þessu sinni taka fjögur lið þátt í karlaflokki og einnig í kvennaflokki. Mótin fara fram samhliða. Karlarnir hefja leik í kvöld en...
- Auglýsing-

Herrem stefnir á að vera með Sola í fyrsta leik

Norska handknattleikskonan Camilla Herrem stefnir á að taka þátt í fyrsta leik Sola í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik 31. ágúst. Tveir mánuðir eru síðan Herrem hóf lyfjameðferð vegna brjóstakrabbameins. Síðasta stóra lyfjagjöfin að sinni verður 26. ágúst. Fimm dögum...

HM19-’25: Ágúst og Dagur Árni skoruðu flest mörk

Ágúst Guðmundsson varð markahæstur leikmanna íslenska landsliðsins á heimsmeistaramóti 19 ára landsliða sem lauk í Kaíró í gær. Ágúst skoraði 51 mark í átta leikjum, 21 markanna skoraði HK-ingurinn úr vítaköstum. Hann hafnaði í 9. sæti á lista yfir...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
18543 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -