- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Elmar og félagar skelltu í lás í síðari hálfleik

Elmar Erlingsson og liðsfélagar í Nordhorn-Lingen unnu Eulen Ludwigshafen, 26:20, í 2. deild þýska handknattleiksins í gærkvöld. Leikið var á heimavelli Ludwigshafen sem var marki yfir í hálfleik, 13:12. Nordhorn er áfram í 5. sæti deildarinnar með 23 stig...

Ítalska landsliðið sem mætir Íslandi hefur verið valið

Bob Hanning, landsliðsþjálfari Ítalíu í handknattleik karla, hefur valið 20 leikmenn sem hefja æfingar fyrir Evrópumótið 2. janúar í Trieste. Ítalska landsliðið verður fyrsti andstæðingur íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í Kristianstad Arena föstudaginn 16. janúar. Ítalska landsliðið tekur þátt í...

Arnar Daði leystur frá störfum

Arnari Daða Arnarssyni var í gær sagt upp starfi aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla hjá Olísdeildarliði Stjörnunnar. Frá þessu er sagt á vef Handkastsins en Arnar Daði er annar ritstjóri fréttamiðilsins. Arnar Daði hefur verið aðstoðarþjálfari karlaliðs Stjörnunnar frá sumrinu 2024...

Molakaffi: Pregler, Antonsen, Lindskog, Granlund, Køhler

Leikstjórnandinn Ole Pregler yfirgefur Gummersbach um áramótin og gengur til liðs við Göppingen. Er það hálfu ári fyrr en til stóð. Í stað Pregler fær Gummersbach Svíann Ludvig Hallbäck frá Göppingen. Hann semur við Gummersbach til ársins 2028. Danski handknattleiksmaðurinn...
- Auglýsing-

Annað tapað stig í 18 leikjum

Hendrik Pekeler tryggði THW Kiel annað stigið í hörkuleik við meistara SC Magdeburg, 26:26, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld er leikið var í Magdeburg að viðstöddum 6.600 áhorfendum í GETEC Arena í Magdeburg. Þetta var aðeins annað...

Ólafur Brim hefur samið við ítalskt félagslið

Handknattleiksmaðurinn Ólafur Brim Stefánsson er sagður hafa samið við ítalska handknattleiksliðið Junior Fasano sem er með bækistöðvar á suðausturhluta landsins. Frá þessu segir á Handkastinu en Ólafur Brim hefur síðustu vikur leikið með Stjörnunni í Olísdeildinni. Samningur Ólafs við ítalska...

Selfoss hefur fengið liðsauka frá Noregi

Handknattleikslið Selfoss í Olísdeild kvenna hefur krækt í liðsauka fyrir síðari hluta átakanna í deildinni. Í morgun var tilkynnt að Marte Syverud frá Noregi hefði samið við lið félagsins til loka leiktíðarinnar. Systir hennar, Mia Kristin, hefur leikið með...

Jólafrí í þýsku deildinni á næsta ári

Leikið verður í tveimur efstu deildum karla í Þýskalandi á milli jóla og nýárs og einnig verður þá þráðurinn tekinn upp í efstu deild kvenna eftir hlé síðan fyrir heimsmeistaramót. Frank Bohmann framkvæmdastjóri þýsku deildarkeppninnar í karlaflokki segir að...
- Auglýsing-

Sandra hefur gefið flestar stoðsendingar

Sandra Erlingsdóttir í ÍBV er sá leikmaður Olísdeildar kvenna sem gefið hefur flestar stoðsendingar í leikjum fyrstu 11 umferða deildarinnar. Sandra er skráð með 71 sendingu, eða 6,5 sendingar að jafnaði í hverjum leik. Sandra ber höfuð og herðar...

Molakaffi: Palicka, Bergerud, Sprengers, Sola, Eriksson

Andreas Palicka landsliðsmarkvörður Svíþjóðar er sagður kveðja norska liðið Kolstad í sumar og ganga til liðs við Füchse Berlin. Palicka kom til Kolstad fyrir yfirstandandi leiktíð. Fram undan er mikill samdráttur á öllum sviðum hjá Kolstad, m.a. launalækkun og...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
18339 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -