Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Staðfest að Carlos tekur við karlaliði Selfoss

Carlos Martin Santos tekur við þjálfun meistaraflokks karla hjá Selfossi af Þóri Ólafssyni. Handknattleiksdeild Selfoss staðfesti ráðninguna í tilkynningu í gærkvöld en áður hafði fréttin m.a. verið sögð í hlaðvarpsþætti á vegum félagsins fyrr í vikunni. Carlos er ráðinn til...

Svona er úrslitakeppnin – allt getur gerst

„Svona er úrslitakeppnin, ekki satt? Tvö góð lið að reyna með sér og allt getur gerst,“ sagði Díana Guðjónsdóttir annar þjálfari Hauka eftir sigurinn á Fram, 27:23, að lokinni framlengingu í fyrsta undanúrslitaleik liðanna í Olísdeild kvenna í Lambhagahöll...

Molakaffi: Ýmir, Orri, Evrópudeildin

Ýmir Örn Gíslason og samherjar hans í Rhein-Neckar Löwen unnu Sporting Lissabon, 32:29, í fyrri viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handknattleik í gærkvöld í SNP Dome í Heidelberg. Síðari viðureignin fer fram í Lissabon á næsta þriðjudag. Ýmir...

Olís kvenna: Úrslitakeppni, leikjadagskrá

Hér fyrir neðan er leikjdagskrá úrslitakeppni Olísdeildar kvenna í handknattleik. Dagskráin verður uppfærð eftir því úrslitakeppninni vindur fram með úrslitum, leikdögum og leiktímum.Í fyrstu umferð taka þátt liðin sem höfnuðu í þriðja, fjórða, fimmta og sjötta sæti. Tvö efstu...
- Auglýsing-

Myndskeið – Lokasókn Hauka og jöfnunarmarkið

https://www.youtube.com/watch?v=M0Da96Rn3-0 (upptaka á farsíma handbolta.is) Haukar unnu upp þriggja marka forskot Fram á liðlega tveimur síðustu mínútum fyrsta leiks liðanna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handknattleik í kvöld. Leikmenn Hauka unnu boltann þegar 26 sekúndur voru til leiksloka. Fram var marki...

Leikmönnum Fram féll allur ketill í eld – Haukar gengu á lagið

Framarar fóru afar illa að ráði sínu í kvöld gegn baráttuglöðum leikmönnum Hauka í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna. Segja má að leikmönnum Fram hafi fallið allur ketill í eld á sama tíma og Haukar gengu á...

Réðu lögum og lofum á heimavelli – jöfnuðu metin

Þórsarar jöfnuðu metin í úrslitum umspilseinvígis liðsins við Fjölni í kvöld með sigri á Íþróttahöllinni á Akureyri, 25:20, eftir að hafa verið sex mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 12:6. Þar með hefur hvort lið einn vinning. Þau mætast...

Vorum einar á vellinum í upphafi

„Við byrjuðum mjög vel og vorum bara eina liðið á vellinum fyrstu 15 til 20 mínúturnar,“ sagði Ásdís Ágústsdóttir við handbolta.is eftir öruggan sigur Vals á ÍBV í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handknattleik á Hlíðarenda...
- Auglýsing-

Byrjuðum leikinn bara ekki nógu snemma

„Við byrjuðum leikinn bara ekki nógu snemma. Ef leikurinn hefði verið lengri hefðum við náð þeim," sagði Ásdís Guðmundsdóttir leikmaður ÍBV vonsvikin eftir sex marka tap ÍBV fyrir Val í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handknattleik...

Valur hafði yfirburði í fyrsta leiknum við ÍBV

Valur átti ekki í teljandi erfiðleikum með ÍBV í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handknattleik í N1-höllinni á Hlíðarenda. Þótt aðeins sex mörkum hafi munað á liðunum þegar upp var staðið, 28:22, þá voru yfirburðir Vals...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 til 2019. Stofnaði handbolti.is árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 164 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
12458 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -