Ívar Benediktsson

Sigur hjá Tuma Steini – þriðja tapið hjá Minden

Tumi Steinn Rúnarsson og samherjar hans í Coburg unnu í dag annan leik sinn í 2. deild þýska handknattleiksins. Coburg lagði Bayer Dormagen, 28:22, á heimavelli eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15:13. Tumi Steinn skoraði eitt...

Díana Dögg markahæst í fyrsta sigurleik Zwickau

Landsliðskonan Díana Dögg Magnúsdóttir var markahæst hjá BSV Sachsen Zwickau þegar liðið vann TuS Metzingen sem önnur landsliðskona úr Vestmannaeyjum leikur með, Sandra Erlingsdóttir, 27:23, í þriðju umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í dag. Þetta var fyrsti sigur...

Grill 66 karla: Fimm leikir – úrslit og markaskor

Fyrsta umferð Grill 66-deildar karla í handknattleik fór fram í dag. Tíu lið skipa deildina og voru þar af leiðandi fimm leikir á dagskrá. ÍR, Hörður, Fjölnir og ungmennalið Fram hrósuðu sigri í leikjunum. Ungmennalið Víkings náði að velgja...

Stjarnan fagnaði sínum fyrsta sigri – Hergeir skoraði 13

Stjarnan fagnaði sínum fyrsta sigri í Olísdeild karla í kvöld þegar liðið lagði Gróttu í hörkuleik í Mýrinni í Garðabæ, 31:30, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 19:16. Gróttumenn áttu þess kost að jafna metin á...
- Auglýsing-

ÍR og Fram komin í hóp með Haukum og ÍBV

ÍR og Fram færðust upp að hlið ÍBV og Hauka með fjögur stig eftir þrjár umferðir með sigrum í leikjum sínum gegn KA/Þór og Stjörnunni í dag þegar þriðju umferð Olísdeildar kvenna lauk. Tvö síðarnefndu liðin eru áfram stigalaus...

Leikjavakt: Olísdeild kvenna, tveir leikir

Tveir síðustu leikir Olísdeildar kvenna fara fram í dag. Klukkan 16.15 hefst viðureign Stjörnunnar og Fram í Mýrinni í Garðabæ. Stundarfjórðungi síðar mætast lið ÍR og KA/Þórs í Skógarseli, heimavelli ÍR. Handbolti.is fylgist með báðum leikjum á leikjavakt hér fyrir...

Zecevic leikur með Stjörnunni á nýjan leik

Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur staðfest að Darija Zecevic markvörður tekur upp þráðinn með liðinu. Zecevic lék með Stjörnunni frá 2021 til 2023 en upp úr slitnaði á milli hennar og félagsins í vor. Stefndi í að Zecevic réri á ný...

Sparkað eftir aðeins einn leik við stjórnvölin

Á síðustu dögum hefur nokkrum þjálfurum verið gert að axla sín skinn eftir skamman tíma í starfi. Taumurinn sem þeim var gefinn var stuttur og þolinmæði stjórnenda félaganna vægt til orða tekið af skornum skammti. Ian Marko Fog þjálfari danska...
- Auglýsing-

Aron, Dagur og Erlingur eru komnir til Hangzhou

Þrír íslenskir handknattleiksþjálfarar taka þátt í Asíuleikunum sem hefjast í dag í Hangzhou í Kína og standa fram til 5. október þegar úrslitaleikurinn fer fram. Handknattleikskeppni Asíuleikanna er aðeins lítill hluti af leikunum en Asíuleikunum má helst líkja við...

Dagskráin: Átta leikir í dag í þremur deildum

Þriðju umferð í Olísdeildum kvenna og karla lýkur í dag með þremur viðureignum. Tveimur í Olísdeild kvenna og einum í karladeildinni.Keppni hófst í Grill 66-deild kvenna í gærkvöld. Í dag verður haldið af stað í Grill 66-deild karla með...

Burgdorf náði stigi á síðustu sekúndu – stórtap í Balingen

Teitur Örn Einarsson skoraði ekki mark fyrir Flensburg en átti eina stoðsendingu þegar Flensburg og Hannover-Burgdorf skildu jöfn, 26:26, í ZAG Arena, heimavelli Hannover-Burgdorf að viðstöddum nærri 7.600 áhorfendum. Marius Steinhauser skoraði jöfnunarmark Hannover-Burgdorf á síðustu sekúndu leiksins eftir...

Molakaffi: Viktor, Grétar, Örn, Sveinbjörn, Elín, Róbert, Berta, Hannes

Viktor Gísli Hallgrímsson varði 12 skot, 38,7%, þegar Nantes vann Toulouse, 34:24, í þriðju umferð frönsku efstu deildarinnar í handknattleik í gærkvöld. Nantes er efst í deildinni með sex stig eftir þrjár umferð.  Grétar Ari Guðjónsson og félagar í Sélestat...
- Auglýsing-

Ágúst og Elvar lögðu lærisveina Guðmundar

Ágúst Elí Björgvinsson og Elvar Ásgeirsson fögnuðu sigri með samherjum sínum í Ribe-Esbjerg á liði Fredericia HK í t.hansen íþróttahöllinni í Fredericia í kvöld, 33:30, í fimmtu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Guðmundur Þórður Guðmundsson er þjálfari Fredericia sem...

Grill66 kvenna: Grótta og Selfoss unnu með miklum mun – úrslit og staðan

Keppni hófst í Grill 66-deild kvenna í handknattleik í kvöld með tveimur viðureignum. Hvorug þeirra var spennandi, því miður. Grótta og ungmennalið Hauka hófu leiktíðina klukkan 18 í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi. Grótta vann með 13 marka mun, 35:22, eftir...

Valur áfram efstur – ÍBV vann uppgjörið í Eyjum

Valur er áfram einn og taplaus í efsta sæti Olísdeildar karla þegar aðeins einni viðureign er ólokið í 3. umferð deildarinnar. Valur vann stórsigur á Selfossi i Sethöllinni í kvöld, 32:19, þrátt fyrir að reynda leikmenn hafi vantaði í...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 til 2019. Stofnaði handbolti.is árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 167 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
10521 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -