Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stelpurnar eiga mikið hrós skilið fyrir frammistöðuna

„Ég er gríðarlega stoltur af liðinu og leik þess í dag en einnig af liðsheildinni. Það er ekkert auðvelt að vinna landsleik með svona miklum mun og við gerðum að þessu sinni,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson annar þjálfara...

Ásthildur skoraði 18 mörk í stórsigri – HM farseðill í höfn

Ásthildur Þórhallsdóttir fór hamförum og skoraði 18 mörk í stórsigri íslenska landsliðsins á Norður Makedóníu, 48:26, í milliriðlakeppni Evrópumótsins 19 ára landsliða í Potgorica í Svartfjallalandi í dag. Staðan var 21:7 eftir fyrri hálfleik. Fyrir leikinn þurfti íslenska liðið...

Silfurlið Tyrklands væntanlegt í Kaplakrika

Silfurlið tyrknesku úrvalsdeildarinnar í handknattleik karla, Nilüfer BSK, sækir FH væntanlega heim í október í annarri umferð Evrópubikarkeppni karla, 64-liða úrslit. Alltént drógust liðin saman í morgun og er gert ráð fyrir að fyrri viðureignin verði í Kaplakrika 11....

Aþenuferð bíður kvennaliðs Selfoss

Kvennalið Selfoss mætir AEK frá Aþenu í fyrsta leik félagsins í Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik. Dregið var í morgun og fallist liðin á að leika heima og að heiman verður fyrri viðureignin í Aþenu 27. eða 28. september. Öðru...
- Auglýsing-

Evrópuævintýri Stjörnunnar hefst í Rúmeníu

Stjarnan mætir gömlum Íslandsvinum, rúmenska liðinu CS Minaur Baia Mare, í forkeppni Evrópudeildar karla í handknattleik í lok ágúst og í byrjun september. Takist Stjörnumönnum að ryðja rúmenska liðinu úr vegi tekur Stjarnan sæti í riðlakeppni Evrópudeildar karla, 32-liða...

Elín Rósa getur mætt Val í fyrsta Evrópleiknum með Blomberg-Lippe

Íslandsmeistarar Vals og Evrópubikarmeistarar kvenna mæta hollensku meisturunum JuRo Unirek VZV frá Hollandi í 1. umferð forkeppni Evrópudeildar í handknattleik í lok september og í byrjun október. Fyrri viðureignin verður í Hollandi en sú síðari á Hlíðarenda ef liðin...

Textalýsing: Dregið í fyrstu umferðir Evrópukeppninnar

Klukkan 9 verður byrjað að draga í fyrstu umferðir Evrópubikarkeppni karla og kvenna og í forkeppni Evrópudeildar karla og kvenna í höfuðstöðvum EHF í Vínarborg. Fjögur íslensk félagslið eru á meðal þeirra sem dregin verða út.Handbolti.is freistar þess að...

Hafa sett verðmiða á Andra Má

Forráðamenn þýska liðsins SC DHfK Leipzig eru sagðir vilja fá 100.000 evrur, jafnvirði nærri 15 milljóna kr. fyrir Andra Má Rúnarsson fari hann frá félaginu á næstu dögum. Frá þessu er sagt í SportBild í gær. Þar kemur ennfremur...
- Auglýsing-

Molakaffi: Grgic, Mensah, Romero, Thomsen, EM-meistarar í Alanya

Þýski landsliðsmaðurinn Marko Grgic og markakóngur þýsku 1. deildarinnar á síðustu leiktíð gekk til liðs við Flensburg í gær frá Eisenach. Þetta átti sér stað ári fyrr en til stóð en í apríl skrifaði Grgic undir samning að leika...

Ihor fær íslenskan ríkisborgararétt

Ihor Kopyshynskyi handknattleiksmaður Aftureldingar var einn 50 einstaklinga sem Alþingi veitti íslenskan ríkisborgararétt á síðasta starfsdegi sínum í dag að fenginni tillögu allsherajar- og menntamálanefndar.Ihor er fæddur í Úkraínu 1991. Hann kom til hingað til lands 2016 til að...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
16726 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -