- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stiven og félagar komast ekki lengra

Stiven Tobar Valencia og liðsfélagar í Benfica féllu í úr leik með minnsta mun í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik í dag eftir tvo leiki við danska liðið GOG. Benfica tapaði á Fjóni í dag með þriggja marki mun, 34:31,...

Danskt lið mætir Andreu og Díönu í undanúrslitum

Landsliðskonurnar Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir ásamt samherjum sínum í þýska liðinu Blomberg-Lippe mæta danska liðinu Ikast Håndbold í undanúrslitaleik Evrópudeildarinnar í handknattleik 3. maí. Dregið var í dag.Í hinni viðureign undanúrslita eigast við þýska liðið Thüringer HC...

Kínverjar fá boðskort á heimsmeistaramótið

Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, hefur sent kínverska handknattleikssambandinu annað af tveimur boðskortum (wild card) sem IHF hefur yfir að ráða vegna heimsmeistaramóts kvenna sem fram fer í Hollandi og Þýskalandi í desember. Beðið verður með að ákveða hvert hitt boðskortið...

Tap og sparnaður hjá norska meistaraliðinu

Norska meistaraliðið Kolstad, sem fjórir íslenskir handknattleiksmenn leika með, er áfram í fjárhagslegri spennitreyju. Árum saman hefur verið eytt umfram efni. Verulegur niðurskurður launa, um 30%, var hjá félaginu sumarið 2023. Heldur hefur harðnað á dalnum. Ekki hefur tekist...
- Auglýsing-

Síðari úrslitaleikur Vals verður á Hlíðarenda

Fyrri úrslitaleikur Vals og spænska liðsins Conservas Orbe Zendal Bm Porrino verður í Porrinu á Spáni 10. eða 11. maí. Valur fær þar með síðari heimaleikinn 17. eða 18. maí í N1-höllinni á Hlíðarenda. Þar með er ljóst að...

Jón Karl markakóngur Grill 66-deildar – skoraði nærri 10 mörk að meðaltali

Haukamaðurinn Jón Karl Einarsson varð markakóngur Grill 66-deildar karla en keppnistímabilinu lauk á síðasta laugardag. Jón Karl skoraði 143 mörk í 15 leikjum, eða 9,5 mörk að jafnaði í leik. Annar vinstri hornamaður, Þórsarinn Oddur Gretarsson, varð næstur á...

Stórsigur hjá lærisveinum Arnórs Þórs í 2. deild

Arnór Viðarsson skoraði tvö mörk og gaf tvær stoðsendingar í öruggum sigri Bergischer HC á TV Großwallstadt, 36:23, í 2. deild þýska handknattleiksins á heimavelli í gærkvöld. Tjörvi Týr Gíslason skoraði eitt mark fyrir Bergischer og var einu sinni...

Molakaffi: Sekt vegna blysa, Baijens, Bergholt, Seifert

Portúgalska handknattleiksliðið Sporting Lissabon, sem landsliðsmaðurinn Orri Freyr Þorkelsson leikur með, hefur verið sektað 15.000 evrur, rúmlega tvær milljónir króna,  af Handknattleikssambandi Evrópu vegna hegðunar stuðningsmanna liðsins á tveimur leikjum í Meistaradeild Evrópu á leiktíðinni.  Stuðningsmenn kveiktu á blysum...
- Auglýsing-

Fyrrverandi forseti IHF er látinn

Erwin Lanc fyrrverandi forseti Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, lést 29. mars á 95. aldursári. Lanc var Austurríkismaður og áhrifamaður í landinu um langt skeið. Lanc stýrði IHF frá 1984 til ársins 2000 þegar Hassan Moustafa tók við. Lanc var einnig...

EHF skipar AEK og RK Partizan að mætast – leikið á hlutlausum velli

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur ákveðið að síðari viðureign RK Partizan Belgrad og AEK Aþenu í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppni karla skuli fara fram. Leikið verður á hlutlausum velli utan Serbíu. Hvorki leikstaður en leikdagur hefur verið ákveðinn en undanúrslit...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
17830 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -