- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Okkur tókst að pota inn skítamörkum meðan þeir náðu því ekki

„Við fundum einhverja orku þegar kom inn í framlenginguna auk þess sem okkur tókst að pota inn skítamörkum meðan þeir náðu því ekki,“ segir Rúnar Kárason í samtali við handbolta.is eftir að Fram vann Aftureldingu, 36:33, eftir framlengda viðureign...

Framarar í úrslit eftir háspennu og framlengingu

Fram leikur við Stjörnuna í úrslitaleik Poweradebikarsins í handknattleik karla. Fram lagði Aftureldingu, 36:33, í æsilega spennandi famlengdum undanúrslitaleik á Ásvöllum, 36:33. Staðan var jöfn að loknum venjulegum leiktíma, 30:30. Fram var þremur mörkum yfir í hálfleik, 19:16. Fram...

Lékum frábæra vörn og vorum með svör á reiðum höndum

„Við vorum bara alveg ógeðslega góðir og jukum forskotið jafnt og þétt,“ sagði glaðbeittur þjálfari Stjörnunnar Hrannar Guðmundsson í samtali við handbolta.is strax eftir sigur Stjörnunnar á ÍBV á Ásvöllum í kvöld í undanúrslitum Poweradebikarsins í handknattleik, 34:29. Stjarnan...

Bara vont hjá okkur í seinni hálfleik, frá a til ö

„Þetta er svo sannarlega vonbrigði. Við ætluðum okkur svo sannarlega meira,“ sagði Dagur Arnarsson hinn reyndi leikmaður ÍBV eftir að ÍBV tapaði fyrir Stjörnunni með fimm marka mun í undanúrslitum Poweradebikarsins í handknattleik karla á Ásvöllum í kvöld, 34:29. „Ég...
- Auglýsing-

Stjarnan leikur í 10. sinn til úrslita

Stjarnan leikur til úrslita í bikarkeppni karla í handknattleik, Poweradebikarnum í tíunda sinn á laugardaginn. Stjarnan vann öruggan sigur á ÍBV í undanúrslitaleik á Ásvöllum í kvöld, 34:29, eftir að hafa náð mest sjö marka forskoti. Leikmenn ÍBV náðu...

Andri úrskurðaður í þriggja leikja bann

Andri Finnsson leikmaður Vals hefur verið úrskurðaður í þriggja leikja keppnisbann frá og með 27. febrúar. Þetta kemur fram í úrskurði aganefndar sem birtur var á vef HSÍ í dag. Andri missir þar með af þremur af fjórum síðustu...

Endurkoman hefur dregist hjá Mariam – fór í aðra aðgerð fyrir áramót

Handknattleikskonan Mariam Eradze hefur ekki leikið með Íslandsmeisturum Vals það sem af er leiktíðar en vonir stóðu til þess að hún kæmi til leiks um áramótin. Mariam sleit krossband á æfingamóti á Selfossi rétt áður en keppni í Olísdeildinni...

„Pólverjarnir verða pottþétt ekki áfram“

Pólsku handknattleikskonurnar Karolina Olszowa og Marta Wawrzynkowska fara frá ÍBV að keppnistímabilinu loknu. Þetta segir Sigurður Bragason þjálfari ÍBV spurður um breytingar sem fyrirsjáanlegar eru á leikmannahópi ÍBV þegar keppnistímabilinu lýkur. „Pólverjarnir verða pottþétt ekki áfram,“ segir Sigurður í viðtali...
- Auglýsing-

Gyða Kristín framlengir samning sinn við FH

Unglingalandsliðskonan Gyða Kristín Ásgeirsdóttir hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild FH en liðið leikur í Grill 66-deildinni. Gyða Kristín er efnilegur leikmaður sem leikur í stöðu hægri hornamanns. Hún var með U18 ára landsliðinu á HM í Kína í ágúst...

Allan verður áfram á Hlíðarenda

Færeyski handknattleiksmaðurinn Allan Norðberg hefur framlengt samning sinn við Val til næstu tveggja ára. Allan kom til Vals sumarið 2023 eftir fimm ára veru hjá KA.Allan hefur fallið vel inn í hópinn hjá Val og leikið mikilvægt hlutverk jafnt...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
17845 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -