- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Yfirgefur Val og semur við RK Partizan

Svartfellingurinn Miodrag Corsovic sem lék með Val frá hausti og fram til áramóta hefur yfirgefið Hlíðarenda og samið við serbneska liðið RK Partizan Belgrad í Serbíu. Félagaskipti Corsovic frá Val til Partizan voru afgreidd frá skrifstofu HSÍ á þriðjudaginn....

Valdir kaflar: PSG – Wisla Plock

Hér fyrir neðan eru valdir kaflar úr leik PSG og Wisla Plock í A-riðli Meistarardeildar karla í handknattleik sem fram fór í kvöld. https://www.youtube.com/watch?v=rTYVwar6yZs

Valdir kaflar: Sporting – Eurofarm Pelister

Hér fyrir neðan eru valdir kaflar úr leik Sporting Lissabon og Eurofarm Pelister í A-riðli Meistarardeildar karla í handknattleik sem fram fór í kvöld. https://www.youtube.com/watch?v=03dSMrvjgmU

Valdir kaflar: Dinamo Búkarest – Veszprém

Hér fyrir neðan eru valdir kaflar úr leik Dinamo Búkarest og Veszprém í A-riðli Meistarardeildar karla í handknattleik sem fram fór í kvöld. https://www.youtube.com/watch?v=arytbwheckA&t=31s
- Auglýsing-

Valdir kaflar: Füchse Berlin – Fredericia HK

Hér fyrir neðan eru valdir kaflar úr leik Füchse Berlin og Fredericia HK í A-riðli Meistarardeildar karla í handknattleik sem fram fór í kvöld. https://www.youtube.com/watch?v=FO30MT-jjoc

Framarar eru komnir á toppinn – Afturelding og Stjarnan kreistu út sigra

Framarar settust í efsta sæti Olísdeild karla í handknattleik eftir sigur á KA, 37:34, í KA-heimilinu í enn einum markaleiknum í deildinni í vetur. Piltarnir úr Úlfarsárdalnum hafa þar með 25 stig að loknum 17 leikjum, eru stigi fyrir...

Landsliðsmennirnir fóru á kostum með liðum sínum – myndskeið

Landsliðsmennirnir Orri Freyr Þorkelsson og Viktor Gísli Hallgrímsson fögnuðu báðir sigrum með liðum sínum, Sporting og Wisla Plock, í 11. umferð A-riðils Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í kvöld. Sporting lagði Eurofarm Pelister, 30:24, á heimavelli og fór upp í...

Tíundi sigurinn hjá Aroni og félögum – Haukur var fjarverandi – myndskeið

Ungverska meistaraliðið Veszprém með Aron Pálmarsson innan sinna raða heldur áfram sigurgöngu sinni í Meistaradeild Evrópu í handknattleik. Í kvöld vann liðið Dinamo í Búkarest með sjö marka mun, 33:26, eftir að hafa verið 18:13 yfir í hálfleik. Aron...
- Auglýsing-

700 Færeyingar fylgja landsliðinu til Hollands – fá ekki fleiri miða í bili

Gríðarlegur áhugi er fyrir færeyska karlalandliðinu í handknattleik í heimalandinu. Áhuginn jókst stórlega þegar landsliðið vann sér í fyrsta sinn þátttökurétt í lokakeppni EM 2024. Mörg þúsund Færeyingar lögðu leið til sína til Berlínar og studdu landslið sitt sem...

Haukar2 unnu sinn þriðja leik í vetur

Haukar2 unnu lið Handknattleiksbandalags Heimaeyjar, 42:38, í Grill 66-deild karla í handknattleik á Ásvöllum í Hafnarfirði í gærkvöld. Haukar voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 24:20. Fimm mínútum fyrir leikslok voru Haukar átta mörkum yfir og ljóst að sigur...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
17848 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -