Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sjötti þægilegi sigurinn hjá Hauki og félögum

Áfram halda Haukur Þrastarson og samherjar hans í Dinamo Búkarest að vinna andstæðinga sína í rúmensku 1. deildinni í handknattleik á nokkuð þægilegan hátt. Í dag sótti Dinamo liðsmenn Odorheiu Secuiesc heim og vann með 11 marka mun, 36:25,...

Hlynur og Ólafur fara til Evrópu í eftirlitsferð

Íslenskir eftirlitsmenn eru ekki síður en dómarar eftirsóttir á kappleiki Evrópumóta félagsliða í handknatleik. Tveir eftirlitsmenn verða við störf um helgina, annar í Austurríki og hinn í Svíþjóð.Hlynur Leifsson fer til Austurríkis á morgun og verður með eftirlit á...

Valur og Haukar leika gegn liðum sem mættust fyrir ári

Íslands- og bikarmeistarar Vals og Haukar leika í fyrstu umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik kvenna um helgina. Valur hélt af stað eldsnemma í morgun áleiðis til Litáen. Haukar fara af landi brott í fyrramálið til Belgíu. Bæði íslensku liðin seldu...

„Tekur sinn tíma að læra inn á stelpurnar“

Karen Knútsdóttir fyrrverandi landsliðs- og atvinnukona í handknattleik lék í gærkvöld í fyrsta sinn með Fram í Olísdeildinni síðan vorið 2022 þegar hún fagnaði Íslandsmeistaratitlinum. Karen steig inn á leikvöllinn þegar liðlega 20 mínútur voru liðnar af viðureign Fram...
- Auglýsing-

Dagskráin: Áfram haldið leik í 5. umferð

Fimmta umferð Olísdeildar karla hófst í gærkvöld með viðureign Hauka og HK á Ásvöllum. Liðin skildu með skiptan hlut, 29:29. Áfram verður haldið við kappleiki í 5. umferð í kvöld þegar fjórar viðureignir fara fram.Olísdeild karla:KA-heimilið: KA - ÍR,...

Molakaffi: Óðinn, Ágúst, Elvar, Arnór, Donni, Guðmundur, Elín, Viktor

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði níu mörk, þar af eitt úr vítakasti, þegar Kadetten Schaffhaunsen vann Suhr Aarau, 42:31, áttundu umferðar A-deildar svissneska handknattleiksins í gær. Kadetten er efst í deildinni með 14 stig að loknum átta leikjum, er fjórum...

Aftur var Þorsteinn Leó markahæstur – Orri Freyr skoraði tíu í stórsigri

Mosfellingurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson heldur áfram að hrella markverðina í portúgölsku 1. deildinni í handknattleik. Hann skoraði átta mörk í kvöld og var markahæstur leikmanna Porto þegar þeir sóttu Águas Santas Milaneza heim og unnu með 12 marka mun...

Tveimur færri tókst HK að halda öðru stiginu

Þrátt fyrir að vera tveimur leikmönnum færri síðustu 20 sekúndur leiksins við Hauka þá tókst HK-ingum að vinna annað stigið á Ásvöllum í kvöld, stig sem þeir höfðu unnið fyrir með góðum endaspretti. Lokatölur 29:29. Haukar, sem hafa unnið...
- Auglýsing-

Valur sótti tvö stig til Fram í Lambhagahöllina

Íslandsmeistarar Vals undirstrikuðu í kvöld að liðið er það besta í kvennahandknattleik hér á landi um þessar mundir með því að vinna Fram á sannfærandi hátt, 29:25, í fjórðu umferð Olísdeildarinnar í Lambhagahöllinni. Valur hefur þar með unnið fjóra...

Þýskaland – bikarkeppni kvenna og karla, úrslit, markaskor

Í kvöld var leikið í 16-liða úrslitum bikarkeppni kvenna í Þýskalandi og í 32-liða úrslitum í karlaflokki. Talsvert af íslensku handknattleiksfólki tók þátt í leikjunum. Helstu upplýsingar eru hér fyrir neðan.Bikarkeppni kvenna, 16 - liða úrslit:Blomberg - Solingen 30:23...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
16672 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -