- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Myndasyrpa: Kveðjustund í Zagreb Arena

Íslendingar kvöddu Zagreb Arena í dag. Bæði leikmenn íslenska landsliðsins og stuðningsmenn sem settu sterkan svip á umgjörð allra leikja Íslands undir styrkri stjórn Sérsveitarinnar sem fyrir löngu er orðin ómissandi hluti af íslenska landsliðshópnum. Leikurinn vð Argentínu vannst örugglega,...

Ísland er úr leik á HM – Króatar unnu Slóvena

Íslenska landsliðið er úr leik á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla. Króatía vann Slóveníu í síðasta leik milliriðilsins í Zagreb Arena í kvöld, 29:26, og fylgir Egyptum upp í átta liða úrslit mótsins. Egyptaland, Króatía og Ísland enduðu jöfn að...

Danmörk mætir Brasilíu – Alfreð og félagar glíma við Portúgala

Heimsmeistarar Danmerkur mæta Brasilíumönnum í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Bærum í Noregi á þriðjudaginn, væntanlega klukkan 19.30. Þá er ljóst að Alfreð Gíslason og liðsmenn hans í þýska landsliðinu leika gegn Portúgal í hinni viðureign átta liða úrslitanna...

Grænhöfðeyingar héldu ekki út gegn Egyptum

Grænhöfðeyingar náðu ekki að halda út Egyptum í viðureign liðanna í Zagreb Arena í kvöld og töpuðu 31:24. Hefðu Grænhöfðeyingar náð stigi í leiknum hefði það fært íslenska liðinu sæti í átta liða úrslitum. Af því varð sem sagt...
- Auglýsing-

Var búinn undir að leikurinn gæti verið þungur

„Ég var búinn undir það eftir erfiðan dag í gær að leikurinn í dag gæti orðið þungur framan af. Staðan sem við vorum komnir í eftir föstudaginn var mikið högg fyrir okkur. Á sama tíma var ég ekki ánægður...

Vildum bara vinna og gera það sannfærandi

„Það tók okkur svolítinn tíma framan af að hrista þá af okkur. Hraðinn var ekki nægur hjá okkur auk þess sem færi fór forgörðum auk tæknifeila. Vörnin var góð og Viktor flottur í markinu. Við vissum að eftir því...

Gaf bara allt í leikinn sem ég gat

„Það var ánægjulegt að fá að spila þennan. Ég gaf bara allt í leikinn sem ég gat,“ segir Einar Þorsteinn Ólafsson landsliðsmaður í handknattleik sem lék stóran hluta leiksins við Argentínu í vörninni í sigrinum, 30:21. Einnig skoraði hann...

Skylduverkinu er lokið

Íslenska landsliðið í handknattleik karla lauk verkefni sínu í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik í dag með níu marka sigri á landsliði Argentínu, 30:21. Staðan í hálfleik var 15:10 Íslandi í vil eftir erfiðar fyrstu 20 mínútur. Þar með verður...
- Auglýsing-

Björgvin Páll hefur skorið skegg sitt

Björgvin Páll Gústavsson annar markvarða landsliðsins í handknattleik hefur skorið skegg sitt fyrir leikinn við Argentínu á heimsmeistaramótinu í dag. Hann hefur árum saman skartað vel snyrtu rauðu alskeggi. Nú er að sjá á myndum frá upphitun landsliðsins að...

Stiven Tobar í hópnum – Sigvaldi Björn hvílir sig

Stiven Tobar Valencia kemur inn í íslenska landsliðið í dag sem tekur þátt í leiknum við Argentínu í síðustu umferð milliriðlakeppni HM handknattleik í dag. Sigvaldi Björn Guðjónssson verður utan liðsins í staðinn en hann hefur tekið þátt í...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
17854 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -