Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sjö mörk í röð hjá HK sem þar með er afgerandi efst

HK náði í kvöld þriggja stiga forskoti í efsta sæti Grill 66-deildar kvenna í handknattleik eftir sigur á Aftureldingu, 24:20, í upphafsleik þriðju umferðar deildarinnar í Kórnum í Kópavogi. HK er þar með áfram taplaust og með þriggja stiga...

Arnar Birkir markahæstur – ýmist tap eða sigur hjá Íslendingum

Arnar Birkir Hálfdánsson og samherjar í Amo HK færðust upp í fimmta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í kvöld eftir nauman sigur á Guif á heimavelli, 36:35. Arnar Birkir var markahæstur við annan mann með sjö mörk hjá Amo....

Benedikt Gunnar markahæstur Íslendinga hjá Kolstad

Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði fjögur mörk, tvö þeirra úr vítaköstum, þegar Kolstad vann Nærbø, 30:27, á heimavelli í 5. umferð í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld. Sigurjón Guðmundsson tók þátt í öðrum leik sínum í röð með Kolstad...

Mikil eftirvænting á Selfossi – bein útsending frá bæjarleiknum

Mikil eftirvænting ríkir fyrir handboltarimmu Selfossliðanna Mílunnar og Selfoss2 í 2. deild karla í handknattleik í kvöld. Viðureignin fer fram í Sethöllinni og hefst klukkan 20.30. Mílan skráði sig til leiks á ný í haust til keppni í 2....
- Auglýsing-

18 ára Akureyringur óvænt í leikmannahópi dönsku meistaranna

18 ára gamall piltur frá Akureyri, Bjarki Jóhannsson, var í leikmannahópi danska meistaraliðsins Aalborg Håndbold á sunnudaginn gegn Mors-Thy í viðureign liðanna í úrvalsdeildinni í handknattleik.Eftir því sem næst verður komist hefur Bjarki búið í Álaborg í fáein ár...

Svavar, Sigurður og Kristján taka þátt í fyrstu umferð Evrópudeildar

Þegar keppni hefst í riðlakeppni Evrópudeildar karla í handknattleik á þriðjudaginn í næstu viku verða ekki aðeins tvö íslensk félagslið í eldlínunni og nokkur hópur íslenskra handknattleiksmanna með erlendum félagsliðum heldur hafa íslenskir dómarar verið kallaðir til leiks.Svavar Ólafur...

Dagskráin: Þráðurinn tekinn upp með toppslag

Fimm leikir fara fram í fjórum deildum Íslandsmótsins í handknattleik í kvöld. Þráðurinn verður tekinn upp á ný í Olísdeild kvenna að loknu hálfs mánaðar hléi með tveimur viðureignum. Þrjú efstu lið deildarinnar verða í eldlínunni. Þar á meðal...

Molakaffi: Jóhanna, Berta, Elías, Kristjana, Schwalb, Sellin, Sagosen

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoraði eitt mark þegar lið hennar, Kristianstad HK, vann Höörs HK H65, 33:24, í upphafsleik þriðju umferðar sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gær. Leikurinn fór fram á heimavelli Höörs-inga og var þetta fyrsta tap þeirra á...
- Auglýsing-

Magdeburg í úrslitum fjórða árið í röð

Þýska meistaraliðið SC Magdeburg leikur fjórða árið í röð til úrslita á heimsmeistaramóti félagsliða í Kaíró á morgun. Magdeburg vann egypsku meistarana, Al Ahly SC, 28:24, í undanúrslitaleik í kvöld. Óhætt er að segja að Magdeburgliðið hafi lent í...

Bjarki Már og félagar leika til úrslita á HM

Bjarki Már Elísson og samherjar í ungverska meistaraliðinu MKB Veszprém KC leika til úrslita á heimsmeistaramóti félagsliða í handknattleik á morgun. Veszprém gerði sér lítið fyrir og lagði Evrópumeistara Barcelona, 39:34, í undanúrslitaleik í dag í Kaíró í Egyptalandi....

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
16741 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -