- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tveir nýliðanna skoruðu í 60. sigrinum á HM

Þrór leikmenn léku í fyrsta sinn fyrir íslenska landsliðið í handknattleik á heimsmeistaramóti í kvöld þegar íslenska landsliðið vann Grænhöfðaeyjar, 34:21, í upphafsleik sínum á 29. heimsmeistaramóti karla í handknattleik í Zagreb Arena. Þar með hafa 155 leikmenn tekið þátt...

Fannst leikurinn eiginlega búinn eftir tíu mínútur

„Mér fannst leikurinn eiginlega búinn eftir tíu mínútur. Við ætluðum okkur að reyna að halda fókus út leikinn og vinna eins og stórt hægt var, leika á fullu allan tímann. Það getur hinsvegar verið erfitt í þeim aðstæðum sem...

Töpuðum boltanum alltof oft og nýttum illa dauðafæri

„Fyrri hálfleikurinn var góður og að mörgu leyti var leiknum lokið þá. Ég hefði hinsvegar viljað klára síðari hálfleikinn mikið betur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í samtali við handbolta.is eftir sigurinn á Grænhöfðaeyjum, 34:21, í fyrstu umferð riðlakeppni...

Eigum að gera betur en við gerðum í síðari hálfleik

„Ég er ánægður með fyrsta sigurinn á HM. Grunnur að sigrinum var lagður í fyrri hálfleik en við eigum að gera betur en við gerðum í síðari hálfleik,“ sagði Ýmir Örn Gíslason landsliðsmaður í handknattleik eftir 13 marka sigur,...
- Auglýsing-

Þrettán marka sigur í kaflaskiptum upphafsleik á HM

Íslenska landsliðið í handknattleik hóf þátttöku á heimsmeistaramótinu í handknattleik með 13 marka sigri á landsliði Grænhöfðaeyja, 34:21, í Zagreb Arena í kvöld. Staðan var góð eftir fínan fyrri hálfleik, 18:8. Síðari hálfleikurinn var kaflaskiptari og m.a. skoruðu Grænhöfðeyingar...

Slóvenar fóru illa með Kúbumenn

Slóvenar kjöldrógu Kúbumenn, 41:19, í fyrri leik dagsins í G-riðli heimsmeistaramótsins í handknattleik karla í Zagreb Arena í kvöld. Kúbumenn voru afar daprir að þessu sinni og lögðu nánast niður vopnin strax í upphafi í fyrsta leik sínum í...

Einar Þorsteinn verður utan hópsins

Af þeim 17 leikmönnum íslenska landsliðsins sem tilkynntir voru inn til mótsstjórnar heimsmeistaramótsins í morgun verður Einar Þorsteinn Ólafsson utan hópsins í fyrsta leik Íslands á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla í kvöld gegn Grænhöfðaeyjum í Zagreb Arena. Einungis er...

138 leikir – 59 sigrar – 3.510 mörk -152 leikmenn – 21 leikið fleiri en 25

Íslenska landsliðið hefur leikið 138 leiki á 22 heimsmeistaramótum frá árinu 1958.  Sigurleikirnir eru 59 - jafnteflin eru 7 - tapleikirnir eru 72. Markatalan: 3.510 : 3.404 - 25,4:24,7 að meðaltali í leik. Alls hafa 152 leikmenn tekið þátt í HM fyrir...
- Auglýsing-

HM-molakaffi: Bjartsýni, vonbrigði, þrjú rauð, komu á óvart, í fyrsta sinn, bíður

Forráðamenn þýska landsliðsins eru vongóðir um að meiðsli sem Juri Knorr varð fyrir í upphafsleik HM í gær gegn Póllandi séu ekki alvarleg og hann geti tekið þátt í næstu leikjum landsliðsins á mótinu. Þýska landsliðið mætir Sviss annað...

Aron ekki skráður til leiks á HM – bíður betri tíma

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla hefur tilkynnt 17 leikmenn til mótsstjórnar heimsmeistaramótsins í handknattleik. Þetta eru þeir leikmenn sem hann hefur úr að spila í leiknum í kvöld gegn Grænhöfðaeyjum í fyrstu umferð riðlakeppni mótsins. Vegna...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
17862 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -