Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sjö mörk og best á vellinum

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoraði sjö mörk og var maður leiksins þegar Kristianstad HK vann Skövde, 33:22, á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld. Þetta var fyrstu sigur Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en liðið tapaði naumlega...

FH og Valur sameinast um heimavöll á 95 ára afmælisdegi FH

FH og Valur taka höndum saman um að heimaleikir liðanna í 2. umferð riðlakeppni Evrópudeildar karla í handknattleik fari fram í Kaplakrika 15. október. Sama dag verður FH 95 ára. Frá þessu er greint á Vísir í dag. Ástæða...

Dagskráin: Margt um að vera á föstudagskvöldi

Áfram verður nóg um að vera í handboltanum innanlands í kvöld. Þriðju umferð Olísdeildar karla lýkur en fjórir leikir fóru fram í gærkvöld. Einnig hefst keppni í Grill 66-deild karla með sannkölluðum toppslag Víkinga og Þórsara. Ofan á þetta...

Solberg er óvænt hættur með sænska landsliðið

Norðmaðurinn Glenn Solberg hefur sagt starfi sínu lausu sem landsliðsþjálfari Svíþjóðar í handknattleik karla. Sænska handknattleikssambandið tilkynnti um óvænta afsögn Solbergs í morgun. Ekki fylgir sögunni hver tekur við en ljóst er að hafa verður hraðar hendur því undankeppni...
- Auglýsing-

Molakaffi: Guðmundur, Arnór, Mørk, Claar

Guðmundur Bragi Ástþórsson og liðsfélagar í Bjerringbro/Silkeborg unnu TTH Holstebro, 33:31, í Holstebro á Jótlandi í gærkvöld í 3. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Guðmundur Bragi skoraði ekki mark í leiknum. Bjerringbro/Silkeborg hefur unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum...

Einstefna í síðari hálfleik á Ásvöllum

Haukar unnu stórsigur á Stjörnunni, 29:16, í síðasta leik þriðju umferðar Olísdeildar kvenna í handknattleik á Ásvöllum í kvöld. Staðan var 14:10 fyrir Hauka að loknum fyrri hálfleik. Hafnarfjarðarliðið hefur fjögur stig en Stjarnan tvö eftir góðan sigur á...

Áfram halda Haukar að vinna – einnig Fram, Stjarnan og FH

Sigurganga Hauka í Olísdeild karla í handknattleik hélt áfram í kvöld þegar liðið lagði nýliða ÍR í hröðum og skemmtilegum leik í Ásvöllum, 37:30. Hafnarfjarðarliðið hefur þar með unnið þrjá fyrstu leiki sína í deildinni og er það eina...

Mosfellingurinn markahæstur hjá Porto

Mosfellska stórskyttan, Þorsteinn Leó Gunnarsson, var markahæstur hjá Porto í stórsigri liðsins á Póvoa, 36:21, á útivelli í kvöld í fjórðu umferð portúgölsku 1. deildarinnar í handknattleik. Þorsteinn Leó skoraði sjö mörk, öll með þrumufleygum svo markvörður Póvoa fékk...
- Auglýsing-

Kolstad hafði ekki erindi sem erfiði í Magdeburg – Barcelona í kröppum dans

Þýska meistaraliðið SC Magdeburg vann sinn fyrsta leik í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í kvöld þegar liðið lagði norsku meistarana, Kolstad, 33:25, á heimavelli. Magdeburg var níu mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 18:9. Íslenskir handknattleiksmenn létu til...

Níu marka sigur í Hertzhöllinni

Fram átti ekki í vandræðum með að vinna nýliða Gróttu í þriðju umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi í kvöld, 29:20, eftir að hafa verið sjö mörkum yfir í hálfleik, 15:8.Fram hefur þar með unnið þrjá...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
16761 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -